Borgarbullið

Það virðist engann enda taka þetta borgarbull. Sem betur fer bý ég ekki í borginni en samt skal þröngva borgarlínu á mitt íbúðarsvæði.

Í morgun var fenginn samgöngufræðingur til að skrifa í Moggann og sá hafði þvílíka lofrullu um borgarlínu en samt sem áður yfirsást margt (svipað og meirihlutinn í Reykjavík).

1. Þetta er í góðri samþykkt borgar- og bæjarfulltrúa á höfuðborgasvæðinu. Getur verið að þeir hafi beygt sig en báru það aldrei undir kjósendur (svipað og þessar með þessar hægingar).

2. Gerir ráð fyrir að með léttvögnum verði ferðir ekki auknar svipað og með borgarlínu. Furðuleg röksemd og í engu samræmi við hugmyndir um borgarlínu. Ef léttvagnar er valkostur þá hlýtur sá sem setur fram að hugsa á sömu forsendur og borgarlínu.

3. Af hverju er alltaf verið að gera ráð fyrir að allir séu að fara í 101 rvk. Þessi forsenda er fyrir hendi í dag og ein af ástæðum hvers vegna fáir vilja nota vagnana. Þeir sinna svo illa þeirri leið sem fólk er að fara.

4. Ein rökin voru að notendur hafi ekki verið spurðir og ég spyr á móti: Hvenær voru notendur spurðir um borgarlínu?

5. Af hverju skoðar enginn hvernig íbúar Árósa hafa geta notað strætó, með góðum árangri. Þar búa samt fleiri íbúar en á Íslandi.

 

Þetta borgarbull sem smitar út frá sér um höfuðborgasvæðið er eitthvað sem kominn er tími á að linni. Það á að fara vel með peninga skattborgaranna.


mbl.is Koma fólki úr bílum með góðu eða illu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband