Hvað varð um sýnin og gögnin úr sýnatöku ÍE?

Þegar hugmyndir eru uppi um mismun á forsendum bólusetninga þá leiðir það hugann af öllum sýnunum sem ÍE tóku á síðasta ári. Hvað varð um sýnin? Fékk fyrirtækið að gera DNA greiningu? Fékk fyrirtækið að skrá inn í gagnabanka sinn?

Það hefur ekki heyrst múkk um þetta en hafi þeir skráð eitthvað eða notað gögnin fyrir sig þá er það ólöglegt. Af hverju fólk leyfði þeim að taka sýni án þess að spyrja hvað yrði um sýnið er reyndar óskiljanlegt.

Þetta eru nauðsynlegar spurningar því ÍE er fyrirtæki sem safnar lífsýnum til að selja til lyfjafyrirtækja svo þau geti stytt þróunarferli. Var það gert með þessi sýni?


mbl.is Fylgjast með þeim sem mismuna óbólusettum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Framan af voru öll sýni raðgreind hjá ÍE og setraðirnar skráðar í gagnagrunn sem nýttist til smitrakningu og til að fylgjast með stökkbreytingum á veirunni.

Athugaðu að setraðir veirunnar eru ekki það sama og erfðaefni einstaklinga. Sýnatakan var til að greina veiruna, ekki erfðaefni hlutaðeigandi einstaklinga.

ÍE selur engin lífsýni enda ekki með heimild til þess, heldur selur fyrirtækið upplýsingar og þekkingu unnin úr þeim lífsýnasöfnum sem það býr yfir.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2021 kl. 12:48

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Takk fyrir þetta Guðmundur en samt sem áður nýtast upplýsingarnar á veirunni í framleiðslu lyfja, ekki satt? Var öll góðgerðin með skimunum leið til að afla upplýsinga á veiru sem nýtast við lyfjagerð?

Mér finnst ÍE ekki hafa komið nógu heiðarlega fram með tilgang sinn með þessum skimunum sem gefur Kára enn minna vægi sem spekúlarent í þessu fári.

Rúnar Már Bragason, 23.11.2021 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband