26.11.2021 | 10:50
Að bregðast við
Alveg er ég sammála Kára að fréttir um nýtt afbrigði ættu ekki að valda ótta eða usla, sem það samt gerir.
Hann sagði á visi.is að hegðun okkar skiptir mestu máli (kom ekki fram þarna) sem er alveg rétt. Því er frekar ótrúlegt til þess að vita að í 2 ár hefur afar lítið farið fyrir umsæðum um rannsóknir á hegðun okkar. Það hefur verið gengið út frá ákveðnum þáttum og það sé nóg.
Við fáum að upplifa Groundhog day ferlið í þessu, að lifa sama daginn aftur og aftur án þess að breyta hegðun okkar nóg. Svarið að komast úr Groundhog day var einmitt að gera hlutina öðruvísi.
Sprauta börnin er alger óþarfi og sem betur fer geta mín börn ákveðið þetta sjálf. Þessi ofuráhersla á bólusetningu er ekki svarið en vonandi opnast eitthvað með þessum lyfjum sem um er talað.
Sumir hafa pælt í af hverju Icevartermir sé ekki notað og líklegasta svarið er að það er ekki lengur með einkaleyfi. Þetta nýja lyf er auðvitað með einkaleyfi sem eykur hagnað fyrirtækisins enn meir. ÍE er einmitt í þeim bransa að selja upplýsingar sem auðvelda framleiðslu nýrra lyfja. Kári er svo óháður þessu öllu, ekki.
Eigum við að vera bjartsýn fyrir nýjur ári? Jú endilega það er svo gaman að vera bjartsýnn.
Förum hægt inn um gleðinnar dyr í "happy hour" höllinni!
Segir ósannað að nýja afbrigðið sé verra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er einmitt hegðunarsjúkdómur og þess vegna er mesta hættan af þeim sem eru hætt að fara varlega vegna þess að þau eru fullsprautuð.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2021 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.