5.12.2021 | 12:55
Út frá smitum
Samkvæmt fréttinni er engin önnur leið að skilja þetta en að tölfræðin sé unnin út frá smitum. Það væri einnig hægt að fara í hversu skökk tölfræðin.
Skoðum aðeins sömu tölfræði út frá öðru sjónarhorni:
Hlutfall þeirra sem smitast á dag er um 0.008% og þegar smit voru um 200 á dag var það um 0,5%. Eru það allar líkurnar á dag að þú smitist á hverjum degi? Að meðaltali er það um 29 á dag frá 20. febrúar 2020 til dagsins í dag. Að meðaltali á sama tíma fór tæplega 1 sjúklingur á spítala á dag. Miðað við þetta má alveg segja að það séu meira en 90% líkur að þú smitist ekki, þrátt fyrir bóluefni.
Höfum þá staðreynd í huga að 5% Íslendinga hefur smitast sem er innan við mörkin sem hann gefur sértu bólusettur. Sönnunin að bólusetning virki út frá smitum er engin sönnun, bara leikur að tölfræði.
Nú eru liðnir 646 dagar síðan fyrsta smitið var tilkynnt og Þórólfur (fái hann að ráða) þá sér hann fyrir sér jafn marga daga eða meira að komast yfir þetta.
Ég ætla að hrekkja Þórólf og spá að þetta verður búið á næsta ári.
90% meiri vörn með þriðja skammti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Líkurnar á að smitast fer eftir svo mörgum þáttum að þar er ekki hægt að gefa eina tölu sem hefur einhverja þýðingu og er nothæf. Talan fyrir þig væri önnur en talan fyrir besta vin þinn. Önnur fyrir Akranesbúa en Egilsstaðabúa. Og Flatey er ekki sama áhættusvæði og Breiðholtið. En hlutföllin milli bólusettra og óbólusettra eru samt þau sömu og breytast ekkert eftir búsetu, hegðun, kyni eða fjölda pöbba í næsta nágrenni. Og hvort sem hinir smituðu búa á Raufarhöfn eða Reykjavík þá ættu hlutföllin að haldast þau sömu ef ekkert er að hafa áhrif á hverjir smitast.
Réttasta leiðin er að meta út frá smitum og hlutföllum meðal þjóðarinnar. Hlutföll óbólusettra og bólusettra, ein, tvær eða þrjár sprautur er vitað og ekki er neinn verulegur munur milli bæjarfélaga og landshluta. Væru sprauturnar ekki að gera neitt þá væru sömu hlutföll meðal smitaðra. En ef einn hópurinn er 50% þjóðarinnar en ekki nema 1% smitaðra þá er það marktækur munur sem á sér einhverjar skýringar. Sé úrtakið lítið þá getur plús eða mínus einn smitaður skipt miklu máli. Ef aðeins 10 eru smitaðir þá er hver þeirra 10% af heildinni. En þegar smitaðir, úrtakið, skiptir hundruðum eða þúsundum þá eru skekkjumörkin minni, hver smitaður er þá lítill hluti af heildinni og hefur lítil áhrif á útkomuna. Tilviljanir hafa minni áhrif eftir því sem úrtakið er stærra.
Glúmm (IP-tala skráð) 5.12.2021 kl. 16:11
Ef ég skil þig rétt Glúmm þá ertu að segja það sama og ég. Breyturnar eru miklu fleiri heldur en að ganga út frá smitum. Hvað með hegðun? Ef þríbólusettur passar sig extra vel í smá tíma þá skekkist allt all verulega.
Ef miðað er út frá þinni nálgun þá er hlutfallið svipað um allt land og því ætti bólusetning ekki að hafa nein áhrif.
Sem sagt að miða út frá smitum segir ekkert um notagildi bóluefna.
Rúnar Már Bragason, 5.12.2021 kl. 16:26
Þú ert að misskilja. Að miða út frá smitum er réttasta leiðin til að meta áhrif bóluefna. Hlutfall bólusetningarstöðu er svipað um allt land og hefði bólusetning engin áhrif þá ætti það hlutfall einnig að vera hjá smituðum. Það að hin bólusettu 80% séu vel undir 80% smitaðra bendir til þess að bóluefnin virki. Líkur á smiti meðal þjóðarinnar kemur málinu ekkert við og reiknast meðal annars út frá hlutfalli bólusettra af þjóðinni og bólusettra meðal smitaðra.
## Ef þríbólusettur passar sig extra vel í smá tíma þá skekkist allt all verulega.## Þríbólusettir telja núna nærri þriðjung þjóðarinnar þannig að þeir þyrftu að passa sig fleiri,meira og lengur en þeir sem tilheyra öðrum hópum og passa sig einnig vel til að skekkja samanburðinn. Og þeir þríbólusettu ættu að vera um þriðjungur smitaðra ef bóluefnin væru ekki að virka en ekki þau 2%~3% smitaðra sem þeir eru.
Glúmm (IP-tala skráð) 5.12.2021 kl. 18:09
Eina sem ég fæ út úr þessu er að þú segir mér að þetta sé rétta leiðin. Ég er ósammál því vegna þess að breyturnar eru alltof margar. Að halda að hægt sé að finna lílegt samband er í mesta lagi vísbendng en ekki staðreynd.
Rúnar Már Bragason, 5.12.2021 kl. 19:26
Breyturnar eru bara bólusetningarhlutföll heildarinnar og bólusetningarhlutföll smitaðra. Til þess að finna hversu líklegir bólusettir/óbólusettir eru til að smitast þarf bara að vita hlutfall bólusettra/óbólusettra af smituðum og hlutfall bólusettra/óbólusettra af heildinni.
Ef þríbólusettir eru 60% heildarinnar en ekki nema 3% smitaðra þá er sennilegast eitthvað að koma í veg fyrir að þríbólusettir smitist og líkindin segja það vera bóluefnin. Þú mátt svo kalla það vísbendingu ef þér líður eitthvað betur með það. Enda líkindareikningur og krónan getur komið upp 100 sinnum í röð þó skjaldarmerkið eigi að koma jafn oft upp og krónan.
Glúmm (IP-tala skráð) 5.12.2021 kl. 20:40
Þetta með 90% meiri vörn með þriðja skammti er bara glórulaus lygi, og það má alveg velta því fyrir sér hverjum þessi maður þjónar. Tilkynntum alvarlegum aukaverkunum fjölgar dag frá degi nú eftir að byrjað var að gefa fólki þessi svokölluðu búst.
Og nú er byrjuð herferð erlendis til að fela blóðtappana og hjartaáföllin vegna eitursprautanna með einhverjum furðulegu rökum, meðal annars þeim að kalt veður geti orsakað þau!
Kristín Inga Þormar, 5.12.2021 kl. 22:23
Eins og ég svara Glúmm, Kristín, og segi í blogginu þá er alveg hægt að fá út svona tölur en þær eru enginn sannleikur.
Ég er líka sammála vangaveltunni hverjum þessi maður þjónar.
Rúnar Már Bragason, 5.12.2021 kl. 22:45
Það er til mynd af "mannvininum mikla" Bill Gates sem er opinberlega búinn að segja að góð aðferð til að fækka mannkyninu sé með bóluefnum, og að þau séu hans besta fjárfesting til þessa dags.
Á myndinni sést í bókastafla á skrifborðinu hans. Ein bókin ber heitið How to Lie with Statistics. Need I say more?
Kristín Inga Þormar, 5.12.2021 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.