5.1.2022 | 12:28
Fordómafullur smitsjúkdómalæknir
Eftir áratug þar sem varla mátti anda á aðra nema það væru fordómar þá fær smitsjúkdómalæknir að halda úti fordómum gagnvart óbólusettum. Þetta er ekki forsvaranlegt lengur og maðurinn ætti að sjá sóma sinn og fara.
Í hans eigin orðum sagði að markmiðið væri að ná 70% fullorðinna. Nú er komið 90% og það er ekki nóg. Hann sagði einnig vona að örvunarsprautan myndi koma á ónæmi en ekkert er fjarri sanni enda bóluefni forvörn en ekki lækning.
Þessi þráhyggja hans að bóluefni leysi einhvern vanda núna er algerlega úti hött. Það eina sem skilur eftir hann um þessi áramót eru fordómar gagnvart óbólusettum en samt mátti það vera í lagi við upphaf sprautuherferðarinnar.
Það er kominn tími á að þessir fordómar gagnvart óbólusettum linni og þetta fólk fari að vinna vinnuna sína - að lækna þá sem þurfa með lyfjum sem vitað er að virki.
E.S. það er ekki eins aukning smita þríbólusettra sé eitthvað mikið minni en hinna sem eru minna bólusettir eða óbólusettir. Forsendur að þríbólusettra að sleppa við sóttkví eru því engar. Betra að láta sama ganga yfir alla enda á jafnræðisreglan að gilda.
Til skoðunar að létta sóttkví hjá þríbólusettum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkvæmt covid.is er nýgengi smita nú rúmlega tvöfalt hærra meðal sprautaðra en ósprautaðra. Vaxtarhraðinn er ekkert minni hjá þrísprautuðum en öðrum hópum.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.1.2022 kl. 14:39
Sæll Rúnar.
"Bóluefni" eru hvorki forvörn né lækning við kóvid. Í upphafi átti þetta að ganga hratt yfir, fletja kúrfuna og þá yrði allt í lagi. Við áttum að vera með andlitsbleyjur framan í okkur og halda fjarlægð gagnvart öðru fólki, það virkaði ekki. Síðan komu "bóluefnin" sem voru svo örugg og virkuðu svo vel að með 70% landsmanna bólusettum væri komið hjarðónæmi og allt yrði í besta lagi, en það virkaði ekki heldur.
Nú er spurningin þessi, hvað þarf margar sprautur til að vera full bólusettur??? Hingað til hafa "bólusetningar" ekki skilað neinu og allar fullyrðingar heilbrigðisyfirvalda með sóttvarnarlækni í broddi fylkingar um hvað gera þurfi til að komast yfir "farsóttina" ekki staðist, ekkert hefur gengið eftir.
Eina farsóttin sem nú er í gangi er farsótt óttans.
Nú er kominn tími til að breyta til og leyfa fólki að fara að lifa sín lífi án afskipta yfirvalda.
Börnin eiga að fá að vera í friði frá þessum eitursprautum og meira að segja læknar eru farnir að láta heyra í sér hvað þetta varðar.
ÞAÐ ER KOMIÐ NÓG AF ÞESSU RUGLI ÖLLU SAMAN!!!
Tómas Ibsen Halldórsson, 5.1.2022 kl. 15:11
Nákvæmlega Guðmundur þess vegna fáránleg þessi þráhyggja Þórólfs að fleiri sprautur séu að gera gagn.
Tómas, ég er svo sem frekar að vitna í hugmyndina á bakvið bóluefni heldur en hvort þetta ákveðna bóluefni virkar. Þórólfur fylgir í blindni leiðinni sem Fauci fer í USA og af einhverjum orsökum leyfir ekki lyf sem vitað eru að virka.
Það er sko meira en nóg komið af þessu rugli.
Rúnar Már Bragason, 5.1.2022 kl. 16:22
Mér hefur sýnst að sprauturnar séu hvorki lækning sé forvörn.
Þetta er komið út í algera vitleysu.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.1.2022 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.