Dæmi um misnotkun á tölfræði vegna Covid

Eftirfarandi texti er tekinn af visi.is

„Þá eru þetta 5.300 sem eru bólusettir og hafa sýkst en af þeim eru bara ellefu sem hafa lagst inn. Fyrir óbólusetta þá eru þetta 2.200 tæplega sem hafa sýkst. Þið sjáið það að miðað við hlutfallið, bólusettir eru 280 þúsund og þar hafa 5.300 smitast en óbólusettir eru 24 þúsund um það bil og af þeim eru 2.200 sýktir."

Þessar tölur eiga að vera frá 29 desember 2021 til 5. janúar 2022.

1. villan er hvaða aldursbil ertu að tala um? Eru þetta 18 og eldri eða allir?

2. villan er að setja þýðið sé lokað mengi þar sem allir sitja við sama borð. Það gerist ekki nema í afmörkuðu rými þar sem enginn fer inn eða út.

3. villan er að taka heildarfjölda bólusettra og óbólusettra og tengja við fjölda smita. Það sam á við um villu 2 að til þess þarftu að vera í afmörkuðu rými.

Ísland er ekki afmarkað rými meðan flugferðir eru til og frá landinu. Auk þess ferðast fólk á milli landshluta og sveitarfélaga þannig að svona uppsetning er kjánaleg. Líklega hefur maðurinn sett þetta fram eftir bestu vitund en að sama skapi þá má alveg benda honum á villuna í málfluttningi.

Covid-19 mun ekki læknast eða hverfa með tölfræði. Til þess eru lyfin sem virka en ekki blind trú á bóluefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband