Eitt stærsta vandamál spítalans í Covid

Er að mega ekki lækna Covid veika. Þeim er gefið súrefni og líklega einhver lyf en af hverju hefur ekki verið leitað allra leiða til að lækna fólk?

Tvö lyf hafa mikið verið nefnd en einnig hafa fleiri sýnt geta slegið á áhrfin. Hins vegar hefur stefnan verið að setja allt traust á bóluefnið í stað þess að leita lækninga samhliða bólusetningu.

Að geta ekki læknað fólkið veldur risa álagi og miklu meira álagi en þarf ef lækna má fólkið. Spítalinn hefur takmarkað rými og þegar hleðst inn fólk sem ekki má lækna þá liggur það of lengi á spítalanum.

Einhverju sinni var nefnt orðið fráflæðisvandi sem er geggjað háskólaorð. Svona á mannamáli þá má líkja þessu frekar við vél sem stíflast og alltof lítið fær að fara út. Þessi vandi er algerlega heimatilbúinn því lækningin er ekki til staðar. Í raun hefði alveg eins verið hægt í upphafi að nota ónotaðar stofnanir og setja þar upp legurými og gjörgæslu með súrefni og öllu. Láta síðan spítalann halda áfram með sitt. Svipað og var gert með berklasjúklinga á sínum tíma.

Ætli við hefðum þurft þessar lokanir hefði það verið gert?


mbl.is Bjartsýnustu spár spítalans virðast ganga eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"af hverju hefur ekki verið leitað allra leiða til að lækna fólk?"

Því ef til væri lækning (sem væri leyfð) þá væri óheimilt að veita tilraunasprautunum neyðarleyfi (eða "skilyrt markaðsleyfi" eins og það heitir á Evrópusambandsmállýsku).

Guðmundur Ásgeirsson, 13.1.2022 kl. 17:47

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er lífshættulegt að fara á sjúkrahús. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/01/13/karlmadur_lest_vegna_covid_19/

Magnús Sigurðsson, 13.1.2022 kl. 18:03

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Spái því að þegar Dr. Fauci verður felldur þá verður 180° snúningur hvernig fengist verður við veiruna. Covid mun fljótlega í framhaldinu hverfa og bóluefnin með (nema kannski í boði næsta haust fyrir viðkvæma).

Tek samt fram að ég er frekar slakur spámaður :)

ESB er auðvitað hörmungabandalag og það ætti nú ekki að vera lífshættulegt að fara á sjúkrahús.

Rúnar Már Bragason, 13.1.2022 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband