Oftúlkun niðurstaðna hversu margir veikjast

Það er alveg ótrúlegt að lesa þessa frétt og þá túlkun sem er borin upp.

"Miðað við þetta seg­ir sótt­varna­lækn­ir að ætla megi að rúm­lega helm­ingi fleiri hafi raun­veru­lega sýkst en hafi greinst með PCR-prófi. „Með sömu út­reikn­ing­um og að því gefnu að um 1.500 manns smit­ist á hverj­um degi þá má ætla að um 80% lands­manni hafi öðlast gott ónæmi gegn COVID-19 síðari hluta mars mánaðar,“ seg­ir jafn­framt í pistl­in­um."

Í dag hafa um 70 þús manns smitast. Samkvæmt rannsókninni þá höfðu um 20% smitast um áramótiin. Með þessum upplýsingum þá gefur hann sér að 140 þús hafi smitast núna og með 1500 smitum á dag þá eru það um 45000 fyrir febrúar eða 90 þús plús 140 þús sem eru 230 þús manns sem er ca 63% landsmanna. Hvernig fær hann þá út 80% miðað við 1500 smit á dag?

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maðurinn fer rangt með tölur og gefur sér fáránlegar forsendur fyrir þeim. Hvað segir að það verði 1500 smit á dag allan febrúar? Voru 1500 smit á dag í janúar?

Gersamlega galin túlkun.


mbl.is 20% sýkt í byrjun árs og stefnir í 80% í lok mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband