"Neyðarástand" vegna stjórnsemi

Í raun er mjög auðvelt að lagfæra ástandið í Ottawa með að fella niður Covid-19 reglur í Kanada en vegna gríðarlegrara stjórnsemi stjórnmálamanna þá vilja þeir ekki gefa eftir. Mótmælin eru friðsöm og fólk leikur sér í hoppuköstulum og fleira.

Engin átök í gangi þrátt fyrir að mótmælalögrelgla gangi upp vopnuð. Vissulega heyrist reglulega flaut úr bílunum.

Hvers vegna þessi þrjóska?

Geta stjórnvöld ekki viðurkennt mistök sín og viðurkennt að hafa gengið of langt?

GoFundMe reyndi að ganga svo langt að láta söfnunarfé bílstjóranna renna í aðrar baráttur en vegna mótmæla (og enga lagastoð í raun) þá loks féllust á að endurgreiða sjálfkrafa. Hins vegar varð það til þess að síða í samkeppni náði að safna 1/10 af féinu á hálfum sólarhring.

Það sem verður erfiðast að fyrirgefa eftir covid-19 er þessi stjórnsemi og þöggunartilburðir allir. Það hefur ekki mátt ræða hlutina nema að það sé kennt við falsfrétt, skaðleg frásögn (misinformation) eða hreinlega útskúfun. Held það sé engin spurning að þessi hegðun á eftir að hafa afleiðingar sem erfitt er að sjá hverjar verða. Umræður munu pólast meira og færast til eftir vettvöngum sem sést vel í að facebook mun líklega ekki stækka meira en aðrir koma inn.

Hræddastur er maður um að átök muni fylgja en ég spái að loftslagsumræðan muni minnka héðan af vegna þess að hún hefur verið sama merki brennd og umræðan um covid-19 þe. þöggun umræðunnar. Líkt og með covid-19 þá sýnir öll umræða fáránleikann í þessu og að þöggunartilburðir hafa engan stoðir nema til að drepa umræðuna.

Neyðarástandi vegna covid-19 er lokið og aðeins spurning hversu hratt hverfur það.


mbl.is Neyðarástand vegna „stjórnlausra“ mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Góður Rúnar Már. Sammála þér. Stjórnvöldum finnst allt í einu þau hafa rétt á að ráðskast með fólk, almenning, en í raun eru stjórnvöld í vinnu hjá almenningi. Ef stjórnvöld geta ekki hagað sér verður að skipta þeim út og ráða aðra í staðinn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.2.2022 kl. 17:44

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Ég er algjörlega sammála þér og Tómasi, en er hrædd um að íslensk yfirvöld muni hanga á þessum aðgerðum eins lengi og þau geta.

Einhvern veginn verður jú að koma út þessum 1.4 milljónum skömmtum af bóluefnum sem búið er að tryggja okkur.

Kristín Inga Þormar, 7.2.2022 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband