Mæling veikinda á flensutímabili

Líklega er þetta besta mæling sem við höfum yfir veikindi á flensutímabili þótt vissulega veikjast fleiri og þá af flensu en við fáum engar fréttir um það.

Kannski gæti þessi tölfræði nýst í framtíðinni til að spá um hversu margir verða veikir á veturnar.

Gott að vita að ekki stendur til að breyta um afléttingar enda yfir 99% sem taka þetta misvel út heima hjá sér. Sem auðvitað þýðir að forsendur fyrir hömlum eru ekki til staðar. Það voru mistök hjá almannavörnum að tala um æskilegan fjölda smita. Það er ekki góður mælikvarði með tilliti til aðgerða.

Sjáum til hvað gerist á föstudaginn en heitasta ósk mín er að grímuskylda í verslunum verði felld niður, enda verið með öllu óþörf allan tímann.


mbl.is Breytir ekki áformum almannavarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Ég óttast að Þórólfur muni hanga á grímuskyldunni eins lengi og hann getur, en því ekki að gera hana a.m.k. valkvæða? Þeir veiruhræddu mega nota grímur það sem eftir er mín vegna þótt þær séu vita gagnslausar eins og fólk ætti í raun að vita núna.

Þær eru ekkert annað en stjórntæki til að viðhalda sýnilega ótta við einhverja "ógn".

Kristín Inga Þormar, 10.2.2022 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband