10.2.2022 | 10:10
Er aflétting aðgerða vegna Covid-19 í raun afsökun á aðgerðum?
Í fyrstu mætti telja að svo sé ekki en skoðum málið í víðara samhengi. Í dag eru fleiri smit en hafa verið áður og sem betur fer veikist fólk ekki eins mikið. Farin var leið bóluefna sem greinilega hefur ekki virkað, hvernig sem litið er á málið.
Aftur á móti eru samningar um bóluefnin mjög vafasöm og fá ekki að koma fyrir augu almennings. Það leiðir rökin að því að með því að afnema aðgerðir og ekki sé lengur um neyðarástand að ræða, þá er ekki lengur þörf á að gefa bóluefnin og hægt er að breyta um kúrs. Bóluefnin fengju jú skilyrt markaðsleyfi vegna neyðarástands en þar sem neyðarástandi er lokið þá er hægt að fara leiðina sem alltaf var opin, lækningaleiðina.
Það er borin von að einhver muni biðja afsökunar á öllu þessu ástandi síðustu 2 árin. Held að þetta sé næst því að teljast afsökun af hendi opinberra aðila sem gera samninga um að sprauta lyfjum í fólk án þess að það fái að sjá forsendur þess. Skulum rétt vona að slíkt verði ekki gert aftur en sagan segir samt annað.
Í sögulegu samhengi voru viðbrögð rétt fyrst í stað en eftir það hefur hvert klúðrið á fætur öðru átt sér stað.
Þessu er að ljúka!
Stórt afléttingarskref í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.