21.4.2022 | 23:27
Miklubraut í stokk var lofað fyrir 4 árum
Alveg merkilegt hvað er hægt að endurnýja loforðin hvað eftir annað, eins og fólk hafi ekkert minni um fyrri loforð.
Miklabraut í stokk (og Sæbraut) eru lélegar hugmyndir sem eru illa útfærðar og skapa mikla hættu þegar farið er inn í stokkinn. Umferð á nefnilega að koma af hliðargötum inn í stokkinn en ekki er gert ráð fyrir langri aðrein Til að mynda hugmyndir um stokk á Sæbraut þá er sýnd aðrein sem er jafnlöng og í dag og hún hægir alla umferð. Það skapar enn meiri hættu að keyra úr birtu og inn í stokk, öðru vísi birtu, en auðvitað sýna engar myndir það. Allt lítur svo vel út. Úr Lilndum í Kópavogi er hægt að keyra inn á Reykjanesbraut með aðrein en samt sniglast umferðin þar áfram á morgnana. Af hverju er því haldið fram að stokkur verði auðveldari að fara inn á en í dag?
Auðveldast og ódýrara væri að gera göng frá Grensás að Snorrabraut en allra ódýrast væri að loka gönguljósum, við Háaleitisbraut og Lönguhlíð. Óþarfa ljós sem gera ekkert annað en að hægja að umferð. Tala nú ekki um öll ljósin við Hringbraut.
Eftir stendur spurningin hversu lengi ætla kjósendur að láta plata sig?
Borgarlína í framkvæmd á næsta kjörtímabili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.