26.4.2022 | 22:03
Blaðamenn telja sig handbera sannleikans
Twitter er rusl internetsins og handhafi allskonar dómhörku. Því hljómar það skringilega að blaðamenn séu að leita heimilda á slíkum stað. Kannski eru blaðamenn að segja að þeirra hlutverk sé að dreifa út dómhörku þessa heims?
Úr fréttinni:
Twitter er framlenging á skrifstofum blaðamanna. Það er á þessum miðli sem blaðamenn kynna störf sín, segja frá hugmyndum sínum eða finna heimildir. Þessum vettvangi verður að stjórna á réttan hátt, samhliða því að virða tjáningarfrelsi."
Sem sagt með því að opna á tjáningu þá er ekki lengur þægileg tölvuvinna. Vettvangur blaðamanna sl. 2 ár hefur ekki verið beint sá að leyfa tjáningafrelsið, hvað þá að virða það.
Blaðamönnum væri hollt að fara í gagngera naflaskoðun og breyta vinnubrögðum sínum í þá átt einmitt að virða tjáningafrelsið og miðla upplýsingum en ekki sífelldum áróðri.
Blaðamenn fordæma yfirtöku Elon Musk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki er mér fullljóst hvernig hægt er að finna áreiðanlegar heimildir á jafn ritskoðuðum stað og Twitter.
Og ef ég þekki þá hjá MBL rétt er ekkert verið að leita neitt lengra en þangað.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.4.2022 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.