4.5.2022 | 14:22
Verðbólgan var komin af stað fyrir Úkraínu stríðið
Margir vilja meina að verbólguskotið í heiminum sé Úkraínustríðinu að kenna en raunin er sú að verðbólgan var löngu farin af stað fyrir það stríð.
Réttara er að benda á covid aðgerðirnar. Afleiðingin af þeim var að draga allt saman og þar með framleiðslu og flutning. Síðan þegar ástandið batnaði þá voru hvorki framleiðslan né flutningsleiðirnar tilbúnar og þess vegna hækkar verðið. Það er ekki hægt að anna eftirspurn.
Það sem ráðamenn í Evrópu auka enn vandann með viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum sem engu skila nema hærra vöruverði fyrir neytendur í Evrópu. Hin venjubundnu tæki að hækka vexti til að sporna við verðbólgu munu því bíta illa og seint. Vandamálið er langt fyrir utan landsteinanna. Ætli sé ekki betra að senda út tilkynningu um að koma ráðmönnum í Evrópu og USA frá því þeir virðast lítið ráða við ástandið. Ríkisstjórn Íslands er auðvitað autt blað og ræður ekkert betur við þetta.
Á endanum eru það heimilin sem borga (blæða) með góðu eða illu.
Seðlabankinn að senda sterk skilaboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er allt partur af endurræsingunni miklu og löngu planað!
Kristín Inga Þormar, 4.5.2022 kl. 22:15
Miðað við hegðun við Úkraínustríðinu þá virðist ráðafólk sökkva enn dýpra sem er frekar kjánalegt því að þá fá þeir fólkið upp á móti sér á endanum.
Rúnar Már Bragason, 5.5.2022 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.