Hvað þýðir skilvirk borgarlína?

Mikið er talað um borgarlínu í Reykjavík en minna í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgasvæðinu en hvað þýðir svona frasi: skilvirkari borgarlínu?

Er ekki hugmyndin á bakvið borgarlínu að hafa skilvirkar almenningassamgöngur. Samkvæmt því sem framsóknarflokkurinn segir þá eru þær hugmyndir ekki uppi á borðinu. Þetta borgarlínubull er orðið svona svarti pétur þar sem allir reyna að tala í kringum en enginn veit í raun hvert á að fara.

Fer það saman að standa við samgöngusáttmálann og koma á fót borgarlínu? Ég held að það gangi ekki upp því einfaldlega eru ekki nógu miklir peningar í framkævmdir til þess.

Væri ekki nær að halda núverandi vögnu og reyna koma upp hringkerfi með Hafnarfjarðavegi og Reykjanesbraut. Nú t.d. á allt í einu að fara skoða göng frá Grensás að landspítalanum. Af hverju er ekki löngu búið að skoða þá lausn?

Heimskan og hringlandahátturinn er yfirgengilegur. Höfuðborgasvæðið telur ekki einu sinni 300 þúsund manns en sumir halda að hér séu yfir miljón.

 


mbl.is Framsókn vill þrjú þúsund íbúðir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband