6.6.2022 | 14:42
Þéttingastefna Reykjavíkur á þessari öld algerlega misheppnuð
Nú þegar nýr meirihluti í Reykjavík virðist í höfn og hyllir undir lok borgarstjórnartíðar Dags þá er vert að skoða hver árangur þéttingastefnu hans hefur verið.
Ef tekin er íbúðafjöldi í nokkrum sveitafélögum á landinu á þessari öld kemur athygslivert í ljóst. Fyrirvarar eru að Garðabær, Reykjanesbær, Fjarðarbyggð og Árborg sameinuðust öðrum sveitafélögum sem hæækkar tölur þeirra.
Annar fyrirvari er að fólksfjölgun miðað við fæðingatíðni er talin þurfa að vera 2,1%. Ég reikna 1,9% þar sem hún hefur lækkað á öldinni og var komin nærri 1,7% á síðasta ári.
Lítum á töfluna:
2000 | 2022 | % breyting | Mismunur | Fólksfjölgun miðað við 1,9% á ári (viðmið 2000) | % breyting | |
Reykjavík | 109887 | 136700 | 24,40 % | 26813 | 53269 | -49,66 % |
Kópavogur | 22263 | 39284 | 76,45 % | 17021 | 10729 | 58,64 % |
Seltjarnarnes | 4665 | 4697 | 0,69 % | 32 | 2261 | -98,58 % |
Garðabær | 7939 | 18582 | 134,06 % | 10643 | 3849 | 176,51 % |
Hafnarfjörður | 19158 | 30029 | 56,74 % | 10871 | 9287 | 17,06 % |
Mosfellsbær | 5869 | 13124 | 123,62 % | 7255 | 2845 | 155,01 % |
Reykjanesbær | 10624 | 21126 | 98,85 % | 10502 | 5150 | 103,92 % |
Akranes | 5340 | 7827 | 46,57 % | 2487 | 2589 | -3,94 % |
Ísafjörð | 4280 | 3811 | -10,96 % | -469 | 2075 | -122,60 % |
Akureyri | 15143 | 19694 | 30,05 % | 4551 | 7341 | -38,01 % |
Fjarðarbyggð | 3189 | 5213 | 63,47 % | 2024 | 1546 | 30,92 % |
Selfoss (Árborg) | 5691 | 10949 | 92,39 % | 5258 | 2750 | 91,20 % |
Eins og sést í töflunni þá heldur fjölgun íbúa í Reykjavík engan veginn miðað við að fjölgun íbúa sé 1,95 á ári. Það vantar um 50% fleiri íbúa til að halda í íbúðafjölgun miðað við aldamótaárið. Í samhengi má setja þetta þannig upp að það hefði þurft að byggja m.k. 7000 fleiri íbúðir á tímabilinu til að hlutfallslegur íbúðafjöldi héldist miðað við aldamótaárið. Fyrir utan Seltjarnarnes, sem á lítið byggingarland, þá halda aðrir í við fólksfjölgun, Undantekning er Ísafjörður, Akranes, sem þó er mjög nærri 1,9% fjölgun, og Akureyri.
Ef Dagur fengi réttmætt mat á sig í fjölmiðlum þá væri löngu búið að koma honum frá völdum. Hann er engan veginn að ná að halda í við fjölgun íbúa á landinu. Eftir hans tíma mun vonandi einhver taka þetta saman og sýna fram á hversu misheppnað stjórnarfar hefur verið í Reykjavík á þessari öld. Kemur ekki á óvart að jójó flokkar eins og Framsókn vilji framlengja því.
Dagur og Einar skipta með sér borgarstjórastólnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.