28.6.2022 | 17:14
Borgarlínubullið í hnotskurn
Nú er hafin seinkun eða réttara sagt undanhald frá borgarlínu. Með þessari frétt fylgir mynd sem sýnir hversu mikið bull þessi framkvæmd er og óraunsæið í að þessi framkvæmd skili árangri.
Inn á myndina hef ég sett stjörnur sem sýna atvinnusvæði og svarti punkturinn sýnir miðdepil höfuðborgasvæðisins. Eins og rauða lína sýnir þá tengist það engum af þessum atvinnusvæðum. Tengist aðeins einu verslunarsvæði (svokallaður miðbær).
Í þessum áfanga þá tengist lína 3 framhaldsskólum og 2 háskólum og einum stórum vinnustað, sjúkrahúsinu.
Þannig að þeir sem vinna á þessum stjörnumerktu atvinnusvæðum hafa ekkert með borgarlínu að gera. Þeir sem hafa áhuga á að fara í Kringluna eða Smáralind hafa ekkert með þessa borgarlínu að agera.
Að keyra frá Hamraborg upp á Ártúnshöfða tekur sirka 15 mínútur. Út frá þessari mynd er vandséð að borgarlína sé fljótari.
Að lokum ef tekinn er saman íbúðafjöld sem snertir ekki beint rauðu línuna þá eru það um 140 þúsund manns sem hafa ekkert við þessa borgarlínu í fyrsta áfanga að gera.
Jafnvel í hugmyndum um 3ja áfanga, einhverntímann í fjarlægðri framtíð, ertu að útiloka stóran hluta íbúa höfuðborgasvæðisins. Fyrir hvern er borgarlína? Hvernig er hægt að réttlæta þetta bull?
Seinka verklokum fyrstu lotu borgarlínunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki næsta skerf að hætta við þessa óráðsíu !
Eyða fleirri hunruð milljörðum í strætó sem örfáir munu nota !
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 28.6.2022 kl. 19:50
Læt mig dreyma um að það gerist.
Rúnar Már Bragason, 29.6.2022 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.