Bjarni skattmann

Hér áður fyrr Ólafur Ragnar þennan titil en nú er Bjarni búinn að taka við honum. Steingrímur J. var aldrei skattmann hann var ofurdjöfull-skattmann.

Eina sem Bjarni hefur frama að færa er að auka skatta á neyslu í stað þess að taka almennilega á ríkisbákninu og minnka það. Hvernig væri að slaufa öllum þessum eilífu nefndum um hitt og þetta? Af hverju geta ráðuneytisstarfsmenn ekki sinnt þessu í samvinnu við ríkisstofnanir? Alveg hreint ótrúleg peningasóun og framsókn er þar fremst í flokki að útbýta bitlinga til stuðningsamanna.

Það væri líka hægt að afnema styrk til fjölmiðla nema þeim sem eru úti á landi. N4 sinnir betur íslenskri dagskrágerð heldur en Rúv en fær enga 6 miljarða til þess. Auk þess eru engir blaðamenn á Íslandi lengur þetta er bara afritun og þýðing frá öðrum miðlum hugsunarlaust dreift út í loftið.

Væri líka hægt að hætta borgarlínuruglinu og spara þannig enn meiri sóun.

Af mörgu er að taka Bjarni skattmann en nóg er komið af hækkun neysluskatta því það leysir enganveginn ríkisfjármálin.


mbl.is Stór bjór verður áfram stór bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kráareigendur munu örugglega hækka um fleirri hundruð krónur í stað þessara 20-25 kr sem bjórglasið ætti að hækka.

Þeir gætu líka minnkað álagningun um nokkur %, en nei það á að nota tækifærið og hækka !

Rúnar hættu að hata, það er svo óholt fyrir sálina.

Þú veist að það er þinn maður Dagur B sem er með Borgarlínuna... 

Birgir Örn Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.9.2022 kl. 14:07

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þegar minni peningur fer að berast inn vegna þess að fólk sligast undan skattheimtu og umsvipf í efnahagskerfinu minnka, þá þarf ríkið að fara að taka lán til að borga fyrir allar þessar stofnanir og nefndir.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.9.2022 kl. 14:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Áfengisskatta greiða menn með glöðu geði, því enginn er skyldugur til að kaupa áfengi.

Og ekki veit undirritaður til þess að áfengisneysla hafi minnkað hér á Klakanum með hærri áfengissköttum eða veitingastöðum hafi fækkað.

Menn eru heldur ekki skyldugir til að eiga einkabíla og geta tekið strætó hér á höfuðborgarsvæðinu eða gengið og hjólað af sér spikið, í stað þess að greiða dýrum dómum fyrir sprikl í líkamsræktarstöðvum.

Mörg mörlensk börn eru akfeit og á landsbyggðinni hér á Klakanum aka menn að sjoppunni á næsta götuhorni til að graðga í sig gos og sælgæti, sem þeir eru heldur ekki skyldugir til að kaupa og fitna eins og púkinn á fjósbitanum.

Kostnaður þjóðfélagsins er gríðarlegur vegna allrar þessarar offitu og því ekkert einkamál.

Á heimasíðu Strætó bs., sem er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu:

"Fjöldi farþega Strætó á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu jókst um 35% frá 2011 til 2018 en bílaumferð á hvern íbúa um 26%."

"Árið 2009 fór hver íbúi að meðaltali 37 sinnum með strætisvagni en 54 sinnum árið 2019."

"Fastnotendur Strætó voru 17.525 árið 2019, sem er 250% aukning frá 2011, þegar þeir voru 5.043."

"Um 41% íbúa höfuðborgarsvæðisins töldust notendur Strætó árið 2019 en 21% árið 2011."

"Þar að auki nýta 15% erlendra ferðamanna sér Strætó."

Þróun samgangna - Mannvit

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður Borgarlínuna.


Byggð verður þétt við Borgarlínuna, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu og flugvöllurinn fer af svæðinu, enda er landið undir norður-suður flugbrautinni nær allt í eigu Reykjavíkurborgar.

Brú verður lögð yfir Fossvoginn og mikilvægt er að sem flestir búi sem næst sínum vinnustað.

Landspítalinn er með um sex þúsund starfsmenn, Háskóli Íslands með um sextán þúsund nemendur og kennara og Háskólinn í Reykjavík um fjögur þúsund nemendur og kennara, samtals um 26 þúsund manns.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og meina öðrum að nota hann."

Innviðaráðherra virðist hins vegar halda að skoðanir hans séu æðri stjórnarskránni.

Og höfuðstöðvar Icelandair verða fluttar af Vatnsmýrarsvæðinu á Flugvelli í Vallarhverfinu í Hafnarfirði, sem byggt er á gömlu hrauni.

13.9.2022 (í gær):

"Nýju höfuðstöðvarnar rísa við þjálfunarsetur Icelandair við götuna Flugvelli og verða í fimm þúsund fermetra viðbyggingu, sem áætlað er að verði tilbúin í árslok 2024."

10.10.2005:

"Nú eru til kynningar tillögur að deiliskipulagi fyrir nýja áfanga í Vallahverfi í Hafnarfirði. Kostir hraunsins eru látnir njóta sín.

Þetta verður stórt hverfi með um sex þúsund íbúum þegar það er fullbyggt."

Ný íbúðar- og atvinnuhverfi á suðursvæðum Hafnarfjarðar

Nú er verið að þétta byggð á öllu höfuðborgarsvæðinu og íbúum svæðisins mun fjölga um tugi þúsunda næstu áratugina.


Í Reykjavík einni hefur til að mynda meira en heil Akureyri bæst við íbúafjöldann síðastliðna tvo áratugi.

Og ef ekki ætti að leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna hugsanlegs hraunrennslis hefði og ætti að sjálfsögðu ekki heldur að reisa þúsundir nýrra húsa fyrir hundruð milljarða króna á gömlum hraunum í Hafnarfirði og Garðabæ.

Hefur til að mynda Sjálfstæðisflokkurinn, sem er þar í meirihluta bæjarstjórna, talað um að flokkurinn ætli að hætta því?

15.5.2021:

Áform um byggingu yfir 2.300 íbúða í Garðabæ

Kom Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í veg fyrir að Vegagerðin, sem er í eigu ríkisins, flytti í nýtt stórhýsi í Suðurhrauni í Garðabæ? Og hafa fjármálaráðherra og forsætisráðherra talað gegn því að fleiri hús yrðu reist á gömlum hraunum í Garðabæ og Hafnarfirði?


18.3.2021:

Vegagerðin flytur í maí í Suðurhraun 3 í Garðabæ (á móti Ikea og Costco)

7.12.2021:


Lóðir fyrir um fjögur þúsund íbúðir í boði í Hafnarfirði

Og ætlar ríkisstjórnin að flytja í burtu strax i fyrramálið alla 4.400 íbúa Vestmannaeyjabæjar, sem er við hliðina á eldfjalli sem gaus fyrir 49 árum?


Leiðigarðar geta til dæmis beint hraunrennsli út í sjó, eins og Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, hefur bent á.

Og að sjálfsögðu er hægt að reisa varnargarða vegna flugvallar við Hafnarfjörð en ef það væri ekki hægt væri heldur ekki hægt að reisa varnargarða við Vestmannaeyjabæ, Grindavík, Voga á Vatnsleysuströnd, Garðabæ og Hafnarfjörð.

4.3.2021:

Hægt að verja Suðurnesjalínu gegn hraunrennsli með varnargarði og kælingu

Varnargarðar gegn snjóflóðum og skriðuföllum hafa verið reistir fyrir milljarða króna á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum til að verja þar nokkur íbúðarhús.


mbl.is 6.10.2021:

"Tóm­as Már [Sig­urðsson for­stjóri HS Orku] seg­ir aðspurður að eld­gosið í Geld­inga­döl­um hafi komið upp á besta stað fyr­ir HS Orku.

Hugs­an­legt sé að þar verði jarðhita­svæði í framtíðinni og gæti svæðið því orðið orku­lind í tím­ans rás."

Nú er sem sagt í góðu lagi að leggja nýja Suðurnesjalínu og virkja úti um allar koppagrundir á Reykjanesskaganum, jafnvel í Geldingadölum. Og einnig reisa ný íbúðarhús og aðrar byggingar fyrir hundruð milljarða króna í Hafnarfirði og Garðabæ, sem byggðir eru á gömlum hraunum.

En alls ekki megi leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna þess að hraun gæti runnið yfir flugvöllinn.

Þorsteinn Briem, 14.9.2022 kl. 15:07

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Birgir:

Veit ekki hvernig þú færð út 20-25 krónur þegar bjórglas sem selt er á 1200 kr í dag að þá eru 7.7% hækkun 94 kr. Kannski finnst þér í lagi að borga með vörum sem eru seldar. Veit ekki hvaða hatur þú talar um nema viljir endilega þagga alveg niður í mér. Hvernig getur Dagur B. verið minn maður þegar ég bý í Kópavogi?

Þorsteinn það eru ekki bara þeir sem drekka sem borga skattinn því þessi hækkun leiðir til verðbólgu þannig að allir hinir sem ekki drekka borga líka.

Ásgrímur það er einmitt niðurstaða mín að neysluskattar laga ekki fjárlagahallann og gæti eins og þú segir aukið hann.

Rúnar Már Bragason, 14.9.2022 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband