25.9.2022 | 13:31
Orrusta vinnst en stríð tapast ekki endilega við það
Ætla ekki sérstaklega að fjalla um Úkraínu en þótt orrusta hafi unnist þá er stríðinu langt frá því lokið sem þýðir einfaldlega að Úkraína mun ekki aftur ná sér á strik. Ef horft er til Líbanon og stríðs sem stóð þar til fjölda ára (áratuga) þá nær landið sér ekki aftur á strik. Líbanon var vinsæll ferðamannastaður fyrir stríð og loks þegar friður koma aftur þá var reynt en með lélegum árangri.
Það sama mun gerast í Úkraínu dragist stríðið til lengri tíma. Svo við notum tískuorðið innviði þá eyðileggjast þeir algerlega og fólk nær illa saman sem þjóð. Um það má síðan deila hvort þetta hafi nokkurntímann verið þjóð í þeirri merkingu að ganga saman í takt. Þjóðarbrotin eru mörg og með mjög ólíka sögu á bakvið sig. Fyrir Úkraínu sem þjóð er stríið tapað og þótt Donbass héruðin myndu vinnast aftur þá skilar það ekki þjóð til baka.
Stríðið á Íslandi snýst um vindmyllur og nýtingu vikurs. Stríðið um vindmyllur á Íslandi virðist vera í sjálfvirkni í gerjun sem stefnir í eina átt en þótt vindmyllubarónar virðast hafa öll tromp í hendi sér er stríðinu ekki lokið.
Þessar hugmyndir um vindmyllur munu eyðileggja alla innviði landsins og koma okkur aftur í þriðja heims flokkinn. Flestar hugmyndinr um þessar vindmyllur snúast um sæstreng til evrópu og gera þannig landið að hráefnislandi sem skilur lítið annað eftir sig en sviðna jörð. Ef eytt er landsvæði í vindmyllur, sem er illa afturkræft, og sendir um sæstreng þá verða örfá störf hér á landi. Þú færð ekki orkuna inn á kerfið en mjög líklega þarf að borga mun hærra raforkuverð. Hver er þá ávinnungurinn fyrir almenning?
Fljótt á litið er hann afar takmarkaður og þótt almenningur virðist vera tapa þessari orrustu þá er stríðinu ekki lokið.
Athugasemdir
Úkraína er eitt mesta matvælaútflutningsríki í heiminum og fær aðstoð Vesturlanda við uppbygginguna eftir stríðið.
Þýskaland var í rústum eftir seinni heimsstyrjöldina, sem stóð í sex ár, og Vestur-Þýskaland fékk aðstoð Bandaríkjanna við uppbygginguna eftir stríðið, eins og við Íslendingar, enda þótt við stórgræddum á styrjöldinni.
Uppbyggingin í Vestur-Þýskalandi gekk ótrúlega vel og hratt fyrir sig, þrátt fyrir að flestar þýskar borgir hafi verið lagðar í rúst, og langt frá því að það sama hafi verið gert í Úkraínu.
Þar að auki fær Úkraína aðild að Evrópusambandinu og getur selt allar vörur tollfrjálst í Evrópusambandsríkjunum.
Úkraína er því langt frá því að vera eins og Líbanon.
Marshall-aðstoðin
Þorsteinn Briem, 25.9.2022 kl. 15:00
Skoðum þetta aðeins Þorsteinn:
Byggja upp eftir stríð. Ertu viss um að peningarnir séu til þegar búið að eyða svona miklu í vopn? Landið er gjaldþrota og á engan veginn fyrir því að borga uppbyggingu með skuldum.
Þýskalandi var skipt í tvennt og samanstóð ekki að mörgum þjóðarbrotum. Samlíkingin við Líbanon er komin vegna margra þjóðarbrota, það hamlar uppbýggingu.
Úkraína fær aðild að ESB. Í draumlandinu er það hægt en meðan stjórnmálaflokkar eru bannaðir þá er langt í land.
Úkraína er mun líkara Líbanon en þú gefur til kynna.
Rúnar Már Bragason, 25.9.2022 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.