Léleg hönnun en hægt að leysa

Það er einhver voða tíska að setja beygju á stofnbrautir inn í hverfum. Líklega er hugsunin að hægja á umferð en á móti kemur hættan við að sjá ekki nógu vel framundan eins og í þessu tilviki. Fyrir utan það ef snjóar mikið þá er mjög erfitt að halda þessu skikkanlegu.

Lausnin þarna er að gera svipað og Kópavogur gerði upp á Vatnsenda að setja sterkari ljós við gangbrautina sitthvoru megin þannig að sjáist betur gangbrautin og hvort einhver sé að ganga yfir.

Annars sýnir myndin vel hversu blint þetta er og hálf kjánalegt að setja gangbrautina þarna í gegn. Fyrir utan það þá er alltaf öruggast á bílavegum að hafa beina kafla sem lengsta.

Svona til að hrósa smá þá er hönnun á íþróttasvæðinu þarna, fótboltavöllur og fleira, virkilega vel gert, þótt vissulega sé klúður hversu fá bílastæði eru.


mbl.is Bílstjórar sjá ekki börnin fyrir gróðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband