Borgarlína komin yfir miljarð áður en endanleg lega ákveðin

Það er gott mál að HSSK fái nýtt húsnæði og staðsetningin mun henta þeim mun betur en núverandi staðsetning.

Síðustu orðin í fréttinni vakti athygli mína:

„Þegar end­an­leg lega borg­ar­línu ligg­ur fyr­ir mun fara fram grein­ing á því hvort nauðsyn­legt verður að leysa til sín lóðir eða lóðar­hluta,“

Sem sagt 70 miljaraðar sem haldið er fram er bara alls ekki rétt upphæð og það einungis fyrir fyrsta hlutann. Núna við þessi kaup og kaup Reykavíkur í fyrra þá er kominn meira en miljarður í verkefnið og það er ekki einu sinni búið að ákveða endanlega legu. Hversu bjánalega er hægt að ganga fram?

Sem dæmi um bjánalegheitin í kringum þessa borgarlínu þá var fyrsta hugmyndin að fara Kópavogsbraut enda nóg pláss og uppkaup óþörf, auðvelt að gera undirgöng eða brýr. Allt í einu var þessu breytt og valin var Borgarholtsbraut. Allra versti kosturinn. Erfitt að gera undirgöng eða brýr fyrir gangandi. Þetta dæmi um breytingu er borgarlína í hnotskurn: Gersamlega vonlaust dæmi frá A-Ö.

Þjált orð gerir þetta ekki að góðu verkefni.


mbl.is Ganga sátt frá borði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband