11.10.2022 | 13:18
Skortur á aðhaldi
Það er afar áberandi á Íslandi í dag hversu lítið aðhald er veitt og þá tel ég ekki woke sem aðhald. Ég á við aðhald eins og þetta að íslenska sé í forgrunni á Íslandi. Að stofnunum séu sett mörk og þau virt en fái ekki að rasa út eins og t.d. Rúv.
Þegar sjálfstæðisflokkur var sem stærstur var það vegna þess að flokkurinn fékk aðhald innan flokksins. Þannig var t.d. Davíð í forsvari, Björn kratinn og síðan annar vængur sem vildi sem minnst ríkisafskipti. Þetta aðhald varð til þess að flokkurinn mótaði stefnu sem var sveigjanleg. Í dag er sami flokkur að flosna upp vegna þess að það er ekkert aðhald innan flokksins. Sama má segja um alla aðra flokka á landinu. Meira segja ungir flokkar eins og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins skýtur sig algerlega í fótinn vegna aðhaldsleysis.
Woke, cancel culture, loftlagsmál, globalismi, kynleysi o.fl. eiga það allt sameignlegt að vera málefni án aðhalds þar sem gengið er út frá því að ein skoðun sé rétt og allar hinar rangar. Þær leyfa engan sveigjanleika eða umbera að sumir vilji fara aðrar leiðir.
Margir eru farnir að kvarta yfir því að á veitingastöðum er ekki töluð íslenska. Svo sem ekki sér íslenskt en aðhaldið okkar Íslendinga er að tala íslensku en ekki svara á ensku og við eigum ekkert að vera feimin við það.
Gagnrýnir Isavia: Ég meina þetta í fúlustu alvöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.