Vindlundur - hvers konar orðskrípi er það?

Tveir af starfsmönnum Landsvirkjunar segja skoðun sína á visi.is Þar segja þær að loksins hafi alþingi samþykkt tvo vindulundi við miðlunarlón Blöndu og Búrfells, á þeim forsendum að landið var nú þegar verið raskað.

Síðan halda þær áfram og telja sig vera fjarri flugleiðum fugla og leið manna um þessi svæði.

Allt í góðu að þær hafi skoðun og setji fram. Það sem mig langar að vita hver er reynsla af vindmyllum sem þegar hafa verið settar upp? Um það er engin umræða en halda á blint út í vindinn með að setja upp fleiri vindmyllur sem þær vilja kalla vindlund!

Skil nú ekki merkingu orðsins enda er lundur eitthvað sem er ákveðið afdrep frá vindi. Hvernig fer þá saman vindur og lundur?

Því miður virðist Landsvirkjun, fyrirtæki allra landsmanna, vera algerlega smitað af hugmyndum um vindmyllur og gerir ákaflega lítið í því að fræða landsmenn um þetta. Setja þetta fram eins og sé æðislegur valkostur sem hafi litla neikvæða virkni eða afleiðingar. Einnig að það sé hægt að hliðra þeim til svo enginn verði þeirra var.

Þvílík blekking!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband