8.11.2022 | 13:20
Stríð er áróður
Afstaða mín til Úkraínustríðsins er að taka lítið mark á hvorgum aðilunum. Þessi viðmælandi er með full miklar fullyrðingar um eitthvað sem á að gerast í nánustu framtíð sem mér að efast um réttmæti upplýsnga. Ekki endileg að hann sé með áróður en að fullyrða um hluti sem ekkert er vitað um er ekki traustvekjandi.
Á hinn endann má vitna til fréttar í rt.com en þar segir fyrrverandi forseti Rússlands að stríðið megi rekja til ótta um að Úkraínumenn hafi ætlað að búa til kjarnorkuvopn. Á ég að trúa þessu?
Alveg jafn mikið og viðmælandinn sem fullyrðir að undir múrsteinum liggja fjöldagrafir.
Best að trúa sem fæstu.
Ég held að heimurinn eigi eftir að taka andköf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Rúnar,
Trust, but verify, eins og kallinn sagði. Ef ég man rétt var stór hluti kjarnorkuvopna Sovétríkjanna staðsettur í Úkraínu. Nágrannakona okkar á tímabili var frá Úkraínu og hafði flúið eftir Chernobyl. Hún vann um tíma við kjarnorkuáltlun Sovétríkjanna, en hún var með 3 BSc próf og tvö MSc en vegna þess að þau voru tekin við háleynilegan háskóla, gatvhún ekki fengið neitt af þeim viðurkennt hér í Bandaríkjunum, því þýðingin á einkunnunum sagði bara "Masters degree in Unspecified Scientific Studies", "Bachelor degree in Unspecified Scientific Studies"
Kunningi konunnar minnar starfaði fyrir Sovéska herinn við að hanna kerfi, byggð á Chaos Theory sem gátu truflað gerfitunglanet Bandaríkjanna sem fylgdust með Sovétríkjunum. Eftir fall Sovétríkjanna var hann, einnig Úkraínumaður, einn af um 1500 Sovéskum vísindamönnum, sem var boðinn Bandarískur ríkisborgararéttur gegn upplýsingum um varnarkerfi Sovétríkjanna og að koma og vinna fyrir Pentagon.
Þannig að þessi ótti Rússa kæmi mér ekkert á óvart, en það rekur enginn við í Rússlandi nema Pútín fyrirskipi það! Ég hef aldrei skilið trú og traust vesturlanda á gamlan KGB komma, sem hefur unnið alla ævi að því að sundra vesturlöndum og sérstaklega NATO. Varð reyndar talsvert ágengt í því eftir að hann kom eigin tuskudúkku, Donald Trump, til valda hér í Bandaríkjunum. Svo varð gamli komminn fúll þegar Trump tapaði, og fór í stríð, sem hann hélt að myndi sundra NATO.
Kveðja
Arnór Baldvinsson, 8.11.2022 kl. 15:10
Takk fyrir þetta Rúnar.
Nei, þetta passar greinilega ekki við átta mánaða fréttaflutning fjölmiðla hér og á vesturlöndum. Samkvæmt þeim áttu Rússar strax í apríl að vera búnir með skotfærin og Úkraínuherinn átti svo gott sem er að vera búinn að leggja rússneska herinn að velli.
En Úkraínuherinn var þá orðinn stærsti standandi landher Evrópu á eftir tyrkneska hernum. Til hvers skyldi það nú hafa átt að vera?
Þessi boðskaps-"frétt" passar því ekki við neitt af því sem búið er að fræða okkur um sigurgöngu leppstjórnarhers NATO í Kænugarði.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 8.11.2022 kl. 19:30
Takk fyrir athugasemdir Arnór og Gunar.
Síðasti hlutinn í athugasemd þinni Arnór er vel í anda áróðurs sem stundaður er í vestrænum fjölmiðlum. Eins og Gunnar bendir réttilega á þá er nóg að skða aftur í tímann til að sjá hversu miklum áróðri er dælt í svokallaða fjölmiðla.
Þetta má líka sjá á enn eina vegu. Síðasta föstudag var stórbruni í diskóteki í Rússlandi þar sem 13 manns dóu. Ekki einn einasti fjölmiðill á vesturlödum sagði frá þessu. Hallast helst að því að ástæðan sé að það gæti vakið samúð með Russum sem er ekki leyfilegt þessa dagana.'
Áróður er ekki bara lygafréttir, það er líka að segja ekki frá.
Rúnar Már Bragason, 8.11.2022 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.