28.11.2022 | 10:37
Þarft og gott mál að fá á hreint
Það verður að taka hattinn að ofan fyrir Guðmundi að standa í þessu en mikið réttlætismál á ferðinni. Læknar geta ekki haft eið um að lækna fólk en eiga samt að hlýða yfirvöldum í einu og öllu, það er þversögn sem gengur ekki upp.
Þessi þversögn var mjög áberandi í Covid-19 ferlinu og því miður þorðu fáir læknar að tjá sig. Lyfjafyrirtækin virðast hafa yfirtekið alla skynsemi í lækningum og telja að lyf séu eina leiðin, helst ný lyf og ryðja burt þeim sem vitað er að virka.
Af hverju læknar láta þetta yfir sig ganga hefur mér alltaf þótt skrýtið og þeir líta oft út eins og viljalaust verkfæri í höndum annarra. Ekki misskilja læknar eru gott fólk upp til hópa en eitthvað virðist verklagið vera brenglað.
Stefnir ríkinu vegna banns við notkun Ivermectin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.