17.12.2022 | 14:29
Misnotkun á ritskoðun og ritstjórnastefnu
Með Twitter uppljóstrunum er sífellt að koma betur í ljós hversu mikið ritskoðun FBI var misnotuð og þannig sett upp misnotkun á ritstjórnarstefnu miðils. Samfélagsmiðlar í USA þorðu ekki annað en að hlýða FBI. Það er ekkert lýðræðislegt við þetta og minnir helst á harðstjórnaríki. Þessa misnotkun á lýðræðinu hafa íslenskir fjölmiðlar, fyrir utan fáa, engan áhuga að koma til skila. Líklega finnst þeim þetta bara lítilvæglegt og vilja frekar segja frá ákærum á Trump, sem hafa þó engan annan tilgang en að aftra honum að sækjast aftur eftir forsetaembættinu.
Guðjón E. Hreinberg bloggari segir að siðmenning sé fallin. Veit ekki af hverju hann tala um siðmenningu því hugtakið kom upp á nýlendutímanum og notað til að gera lítið úr íbúum nýlendna. Hið rétta er að vestræn menning er kolfallin eigi hún að byggja á lýðræðislegum þáttum. Stórfrétt Twitter uppljóstranna er einmitt sú að við búum ekki við lýðræði heldur eru stofnanir sem hafa eftirlit með okkur og ákveða hvað sé viðeigandi í hinu svokallaða lýðræði.
Almenningur hefur í raun afskapalega lítið val. Við megum ákveða hvað við borðum (ennþá), við hvað við vinnum (ennþá), hvenær við förum að sofa og stunda afþreyingu (ennþá), hvernig bíl við kaupum og notum (ennþá), hvernig föt við notum (ennþá) og þar fram eftir götunum.
Njótið þess meðan getið!
Athugasemdir
Rúnar, já Biblían spáir þessu og það er einmitt nú að ganga í uppfyllingu.
Í Síðara Tímóteusarbréfi 3. Kafla stendur:
En það skaltu vita að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. Menn verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, illmálgir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, guðlausir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir og andsnúnir öllu góðu, sviksamir, framhleypnir, drambsamir og elska munaðarlífið meira en Guð. Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar en afneita krafti hennar. Forðastu þá. Úr hópi þeirra eru mennirnir sem smeygja sér inn á heimilin og véla kvensniftir sem syndum eru hlaðnar og leiðast af margvíslegum fýsnum. Þær eru alltaf að reyna að læra en geta aldrei komist til þekkingar á sannleikanum.
Í Opinberunarbókinni 13. Kafla stendur ennfremur:
Og dýrið lætur alla, smáa og stóra, auðuga og fátæka og frjálsa og ófrjálsa, setja merki á hægri hönd sér eða á enni sín og kemur því til leiðar að enginn geti keypt eða selt nema hann hafi merkið, nafn dýrsins, eða tölu nafns þess.
Loks þetta úr Síðara Þessaloníkubréfi 2. Kafla:
Látið engan villa ykkur á nokkurn hátt. Ekki kemur dagurinn nema fráhvarfið komi fyrst og maður lögleysisins komi fram, sonur glötunarinnar, sem setur sig á móti Guði og hreykir sér yfir allt sem heitir Guð eða helgur dómur, sest í musteri Guðs og gerir sjálfan sig að Guði. Minnist þið ekki þess að ég sagði ykkur þetta meðan ég enn þá var hjá ykkur? Þið vitið hvað aftrar honum nú. Hann á að bíða síns tíma. Því að leyndardómur lögleysisins er þegar farinn að starfa en fyrst verður að ryðja þeim burt sem stendur í vegi.
Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2022 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.