Rúv sinnir illa menningarhlutverki sínu

Þrátt fyrir að fá sífellt meira af fjárlögum og geta selt auglýsingar þá sinnir Rúv illa menningarhlutverki sínu. Samt er það mjög skýrt í lögum að það stofnunin eigi að sinna mennningu lands og þjóðar.

Ef starfsmenn væru ekki svona uppteknir af pólitík þá væri kannski von.

Ein afsökun fyrir að fara ekki á útihátíðir er að það sé svo dýrt. Það á einnig við um að sýna leikrit eða af tónleikum. Hvernig fór þá stofnunin að gera það áður fyrr. Er mikilvægara að streyma af tónlistarhátíð í Danmörku en af útihátíð á Íslandi?

Lögin er mjög skýr um hlutverk stofnunarinnar en forgangurinn alveg kolrangur.

N4 hefur sinnt þessu menningarhlutverki Rúv fyrir mun minni pening og mun betur. Þannig að hugmyndin á bakvið styrkinn er mjög góð en hefði kannsk mátt fá meiri umræðu í þjóðfélaginu.


mbl.is Styrkurinn kominn til vegna bágborinnar umfjöllunar Rúv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband