22.1.2023 | 12:14
Hvar er 4ða iðnbyltingin?
Fyrir um 4 árum var mikil herferð í fjölmiðlum um 4ðu iðnbyltinguna sem væri að bresta á og myndi gerbylta öllu. Nú 4 árum síðar þá heyrist ekki orð um þessa miklu byltingu sem átti að eiga sér stað. Hvað gerðist?
Það sem gerðist var að engin bylting var í sjónmáli. Það eina sem upp á vantaði er að tölvufyrirtæki áttu erfitt með að selja lausnir og því var farið í þessa herferð. Erfiðleikar tölvufyrirtækja koma vel í ljós í dag enda, ekki hér á lendi enn, að segja upp fólki í miklum mæli. Sjálfvirknivæðingin sem tölvufyrirtækin vildu kalla byltingu var í raun 20 ára gömul lausn sem hafði fram að þeim tíma ekki fengið rétt vægi vegna hagsmuna.
Í raun má segja að afskaplega lítið hafi komið nýtt fram í tölvumálum. Símar í dag eru á við borðtölvur fyrri ára en þótt þróað hafi verið niður í lítið tæki þá er sami grunnur á bakvið bæði. Þótt hlutur sé smækkaður þá þýðir það ekki að hann sé nýr.
Bill Gates telur að AI sé framtíðin frekar en Metaverse (sýndarveruleiki). AI er í raun framhald af sjálfvirkni svo það er auðvelt fyrir þá ríku að spá þeirri leið því þá aukast líkur þeirra að verða enn ríkari. Vandamálið við sýndarveruleika er hversu stutt er í fíkn sbr. leikjafíkn. Sjálfum finnst mér þessir AI spjallborð á fyrirtækjavefsíðum ákaflega leiðinlegir og langt því frá að geta svarað flóknum spurningum. Einfaldar spurningar er lítið mál að lesa þannig að ég sé engan tilgang með þessari lausn.
Fyrir 4 árum sagði ég að næsta iðnbylting snýst um orkumál og eina sjáanlega í ófyrirséðri framtíð voru fréttir um árangur í kjarnasamruna. Þangað til getum við þróað áfram 3ju iðnbyltinguna.
Athugasemdir
Á þessu ári (2023) er von á nýjum fréttum af köldum samruna, sem yrði mun meiri bylting en sá heiti samruni sem hefur tekist að framkalla í sekúndubrot. Fylgjumst með.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2023 kl. 20:07
Það gæti orðið upphaf að fjórðu iðnbyltingu og spennandi að sjá hverju framvindir.
Rúnar Már Bragason, 23.1.2023 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.