Andadráttsskatturinn - kolefnisjöfnunarskattur

Við erum nú þegar að borga fullt af kolefnisjöfnunarsköttum hjá þeim sem keyra eldsneytisbíla og allt sagt til að minnka mengun og bjarga jörðinni. Sem auðvitað er vita vonlaust fyrir Íslendinga vegna smæðar. Á sama tíma eru Kínverjar að fjölga kolaverksmiðjum sínum.

Þessi skattur er auðvitað ekkert annað en svindl sem er gert til þess að hjálpa seðlabönkum (sjá hér). Seðlabankar þrífast á flæði fjármagns og þegar verðbólga eykst og minnkar í vörusölu þá þurfa þeir að fá peninga inn. Þess vegna þarf að búa til nýja skattheimtu eins og í gegnum kolefnisgjald.

Hvernig ofurskattlagðir Íslendingar eiga að bjarga heiminum með enn meiri sköttum er vandséð með árangur. Þjóðin er milliprósenta af heiminum og spúar minna en milliprósentu í heildinni en samt skal skattleggja okkur til jafns á við risana (sem þó sleppa sbr. Kína og Indland eru undanþegin í bili).

Svona er farið fyrir lýðræðinu og það misnotað út í ystu æsar fyrir hina fáu og alltaf skulu jafnaðarflokkar koma og segjast bjarga öllu en óaðvitandi takandi þátt í leiknum. Held það sé enginn möguleiki á að Bjarni skattmann vakni til lífsins, hvað þá vonarstjarna Samfylkingarinnar. Það þarf ekki að hafa nein orð um VG eða alla hina. Miðflokkurinn er of lítill til að hafa áhrif.

Ef draumur margra um að dreifa meira auði 1% þá er kolefnisjöfnunarskattur ekki svarið því þeir hafa mestan hag af þessum skatti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband