Merkilegt að ekki sé talað um ruðningsáhrif í áformum um vindmylluver

Það skýtur frekar skökku við að þegar langþráð útboð um vatnsvirkjun er fyrirhuguð að þá fari af stað umræða um ruðningsáhrif þess á þjóðfélagið. Er sammmála Bjarna með að þetta mun líklega ekki hafa nein mikil ruðningsáhrif en vissulega styðja vel við byggð í uppsveitum Árnessýslu.

Málið verður enn skrýtnara þegar hugsað er til allra hugmynda um vindmylluver. Þá allt í einu heyrist ekki orð um ruðningsáhrif en samt er hugmynd um vindmylluver fyrir austan sem á að vera stærra en Kárahnjúkavirkjun í framleiðslu orku.

Hvers vegna fer engin umræða um þennan vinkil í umræðum um vindmylluver?

Það fer nefnilega engin umræða fram um innviði sem þurfa að fylgja þessum vindmylluverum. Er möguleiki að koma vindmylluspaða í gegnum Borganes? Egilsstaði? eða aðra bæji á Íslandi. Nægir þar að vísa til fréttar á Stöð2 um uppsetningu vindmylluvers í Færeyjum. Það gekk ekki hnökralaust fyrir sig.

Önnur umræða væri styrktir vegir sem hver á að borga? Hver á að borga bætingu á dreifikerfinu? Hvar á að taka efni í steypu til að festa vindmyllurnar? Varla ætla þeir að keyra tugi eða hundruðu bíla langar vegalengdir til að steypa þetta niður. Hvar á að koma þessu á land? Hver á að eiga flutningstækin og krananna sem þarf til að setja þetta upp?

Það er of mörgum ósvöruðum spurningum um ruðningsáhrif vindmylluvera til að hægt sé að skoða hvort þetta sé möguleiki.


mbl.is Ekki áhyggjur af ruðningsáhrifum virkjanaframkvæmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband