Fréttir - umbúðir án innihalds - þverrandi lesskilningur

Hildur Þórðardóttir skrifar góða grein í Morgunblaðið í dag um áróður í fjölmiðlum. Hvernig 3 stórar alþjóðlegar fréttastofur mata aðra fréttamiðla af "fréttum" nema hvað margt af þessu passar illa við raunveruleikann. Hún hefur sjálf orðið vitni af því.

Í Úkraínustríðinu ákvað ég strax að taka ekki mark á neinum fréttum og það hefur reynst heilladrjúgt því áróðurinn er svakalegur. Nýjustu vendingar benda til þess að bandaríkjamenn eru farnir að þreifa fyrir sér í friðarumræðum (ekki af vestrænum fjölmiðlum). Svona til gamans þá væri hægt að spá að þessu ljúki 24. febrúar (sett inn í gríni vegna þess að Biden ætlar að afnema Covid neyðarástand í bandaríkjunum í maí en er samt búinn að segja þessu lokið).

Sigmundur Davíð kom líka með sögu í Morgunblaðið og rekur þar hvernig borgarstjórn Reykjavíkur fær að leika lausum hala með fé landsmanna í draumaferð sinni með borgarlínu. Þar liggur við að komi í smáfréttum (sem reyndar eru bestar) óstjórnleg hækkun sem alþingi á ekkert að ræða um né veita leyfi fyrir.

Á þessari öld hefur áróður sífellt aukist en á sama tíma orðið mun augljósari en áður. Ef tekið er Ísland þá sést vel hvernig Samfylkingin, VG og allir hinir flokkarnir hafa notað fjölmiðla (fyrst virka í athugasemdum og síðan RÚV með aðstoð netmiðla) til að koma áróðri sínum á framfæri. Hjarðhegðunin birtist vel í síðustu borgarstjórnarkosningum þegar framsókn fékk góða kosningu fyrir umbúðir án innihalds.

Þessu samhliða hefur lestur minnkað og lesskilningur hrakað samkvæmt rannsóknum. Fólk er mun gjarnara að lesa fyrirsagnir og síður að greina textann sem fylgir. Það sama á við um að hlusta því ef ekki er efnið greint og tekið hrátt inn þá má líkja því við að verða fyrir áróðri. Hrá gögn, sem mikið hafa verið notuð í loftlagsvísindum, segja afar takmarkaða sögu. Ein góð frétt lýsir þessu vel: Fréttin var um að aukinn gróður í þéttbýli stuðlaði að lækkun hitastigs. Sé hækkun hitastigs tekin hrá þá einmitt vantar skuggasvæðin, mögnun vinds við byggingar, hækkun hitastigs vegna endurvarps frá byggingum og líklega má fleira telja.

Að læra að lesa og þar með túlka textann er besta leiðin frá áróðri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband