Framganga Sólrúnar er Woke í hnotskurn

Hvernig Sólrún Anna leggur fram málin þá er það ekkert annað en Woke í hnotskurn. Heimurinn er svart hvítur þar sem eigin skoðun er rétt og hinna röng. Engin málamiðlur er til staðar og það þýðir ekkert að nálgast hlutina út frá málamiðlunum.

Woke hefur fengið byr undir báða vængi eftir innkomu samfélagsmiðla, sem sjálfir stunda hana grimmt. Það er engin málamiðlun til. Settur er fram rétta niðurstaðan og hún skal ná að ganga fram eftir öllum mögulegum leiðum. Í hnotskurn er þetta jáhópur sem kemur sér saman um niðurstöðu og telur alla aðra fylgja sér því það er ekkert hlustað á aðrar raddir.

Svona framganga getur gengið upp til skamms tíma en þá er alveg eins líklegt að í næstu lotu tapa í næstu lotu. Hvernig verkalýðsfélög á Íslandi vinna þá hefur það lítið með félagafrelsi að gera. Gott dæmi er að þeir svæðaskipta verkamönnum á milli sín. Samt á að heita félagafrelsi á Íslandi.

Hinn veruleikinn er, eins og hjá Eflingu, að hluti greiðenda er í tímavinnustörfum t.d. afgreiðslu með námi. Þessi hópur tekur engan þátt í kosningum og hefur í raun mjög takmarkaðan áhuga á því sem er að gerast í verkalýðsfélaginu. Jafnvel ólíkleg til að nýta sér þjónustu þeirra. Þessi hópur telur samt til kosningar um miðlunartillöguna og þennan hóp hræðist Sólveig Anna, og berst gegn þessu með öllum tiltækum ráðum.

Woke er á undanhaldi í heiminum vegna þess að allt okkar líf er málamiðlun og svart hvít veröld stemmir ekki við reynslu okkar. Það er farið að bera meira á öðrum röddum. Þá er ég ekki að meina í fjölmiðlum sem eru ekkert annað en woke ruslakista í dag. Á lífsleið fólks þarf það á einhverjum tímapunkti að gera málamiðlun og breyta um kúrs. Það gerist ekki á svart hvítan hátt nema fólk vilji lenda á vegg. Þessar breytingar eru oft hægfara og við sjáum þær ekki en sé lífið skoðað hlutlægt þá getum við fundið þetta.

Woke gengur engan veginn upp í lífinu til lengri tíma. Ruslahrúgurnar í samfélagsmiðlum og fjölmiðlum þurfa að taka ný skref ef þau ætla að halda lífi. Það sama á við um ríkisstjórnir sem fylgja woke, þær falla hver um aðra. Framganga Nató í Úkraínustríðinu er gott dæmu um woke sem er á góðri leið að falla um sjálft sig.

Woke er dauðadæmd stefna.


mbl.is Munu áfrýja ef dómur fellur ekki þeim í vil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Rúnar, á Íslandi er ekki félagafrelsi þó það kallist í orði. Hins vegar er borðleggjandi að skylduaðild er í raun að verkalýðsfélögum og hefur lengi verið. Jafnvel þeir sem óska eftir að standa utan félaga hafa ekkert um það að segja. Jón Hreggviðsson hitti víst naglann á höfuðið þegar hann sagði: vont er þeirra ranglæti en verra er þó þeirra réttlæti.

Örn Gunnlaugsson, 5.2.2023 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband