Nokkrar ástæður fyrir stríði og ekki friði í Úkraínu

Þessi punktar koma ekki frá mér heldur er tilefnið að setja þetta upp til að sýna áróður í þessu stríði (hernaðaraðgerð að mati Rússa). Leyfi mér að setja athugasemdir fyrir aftan.

Þessi listi er tekinn af rt.com

1. Það þarf að minnka hernaðarmátt Rússa þannig að þeir verði ekki ógn við heiminn og um leið minnka áhrif Kína og Indlands. - Það er alveg hægt að dreyma um það en miðað við framgang sl. ár þá er enn verulega langt í það og frekar að vesturlönd tæmi sig.

2. Veikja orkubandalag Rússa og ESB. - Þetta hefur tekist á kostnað íbúa ESB.

3. Veikja sjálfstæði ESB ríkja og gera háðari Bandaríkjunum. - Þetta er komið í hús.

4. Baráttan gegn villingunum í austri (barbaric east). - Frekar grunnur punktur og viðheldur einungis ástandi frá kalda stríðinu.

5. Frelsa land gegn ófrelsi. - Einhverra hluta er okkur talin trú um að Úkraína hafi verið frjálst land áður en Rússar réðust þar inn. Ef sagan er skoðuð er erfitt að sjá það.

6. Ýta undir hernaðaruppbyggingu ESB landa. - Þessi punktur hefur mikið gildi og m.a. talað um sölu á vopnum til ESB landa.

7. Framhald af 6ta lið um sölu vopna svo ekki sé þörf á að selja til Kína og Íran. - Í raun að búa til bandalag gegn þeim í austri.

8. Með stríðinu fá Bandaríkin frekari tækifæri til að auka vopnaframleiðslu sem hefur verið á niðurleið undanfarin ár. - Mikið til í þessu enda vopnaframleiðendur með mikil ítök í bandaríkjunum.

Viðbót:

Punktur sem ekki var talinn upp en aðrir hafa nefnt:

- Að viðhalda stöðu dollarans í heimsviðskiptum með eldsneyti

Snúum okkar þá að hinni hliðinni:

1. Að frelsa land sem tekið var ólöglega - jú vissulega virðist það þannig en af hverju er þá allt bannað í Úkraínu? Af hverju voru Úkraínumenn að ráðast á íbúa þessa svæðis? Var landið algerlega frjálst?

2. Rússland ætlar að fara lengra en að taka Úkraínu - nákvæmleg ekkert sem segir til um það né hefur fylgt ef um til hvers.

3. Rússneski herinn er vonlaus her - hann hefur samt geta barist í heilt ár og virðist styrkjast frekar en hitt

4. Skotfæri Rússa eru að verða búin og þeir kaupa af Norður-Kóreu - en samt geta þeir barist á hverjum degi!

5. Rússar eru vondir og vilja ráða yfir okkur - hvernig getur það staðist þegar þeir tala um margpóla heim en ekki einpóla eins og Bandaríkjamenn.

 

Líklega er hægt að telja upp fleiri þætti um þessa vitleysu, sem þetta stríð er, en held láti þessu lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband