20.2.2023 | 16:33
Kann fólk ekki lengur að lesa?
Þessa spurningu setti Jón Kristjánsson fram í bloggi þar sem hann fjallar um stofnun rannsóknar á vegum Hafró um breytt sýrustig hafsins. Eins og Jón bendir á þá er sjórinn basískur og þótt viltustu spár rætist þá verður sjórinn enn basískur og langt frá því að vera súr. Hvernig stendur þá á því að háskólalæriðir einstaklingar missi af þessum punkti?
Líklega hefur lestrarkunnáttu þess hrakað svipað og með loftlagssinna sem telja hitastig að meðaltali segi eitthvað um lífið á jörðinni. Það megi ekki hækka um 1,5°C svo allt fari til fjandans. Eitthvað virðist sá spádómur láta bíða eftir sér og fá merki sem benda til þess að verstu spár séu nærri raunveruleikanum.
Úkraínustríðið er gott dæmi um vankunnáttu í lestri að geta lesið textann í samhengi. Margir grípa fyrirsagnir og halda þar fari fram einhver sannleikur sem oft (ef ekki oftast) er algerlega fjarri sannleikanum.
Það þarf varla að hafa mörg orð um Covid vitleysuna. Það var eins og engin kynni að lesa.
Oft rekið mig á það hversu erfitt margir eiga með að skilja orð. Þá er eins og ná engri tengingu við orðið þótt að kjarni orðsins gefi vísbendingu. Til eru mörg dæmi um þetta og sér í lagi eldri orð sem lítið eru notuð en einmitt þá er hægt að finna merkingu í kjarna orðsins. Ég er ekki bestur í að setja saman texta en á auðvelt með að skilja merkingu orða.
Arnar Sverrisson fjallar um í sínu bloggi um karlhatur. Eftir lestur bloggsins þá brá mér svolítið hversu margar fyrirsagnir, greinar og fréttir í blöðum lýsa ákveðnu karlhatri. Nærtækasta dæmið var hugbúnaðarfyrirtæki sem gerði út að fá konur sem forritara því þær væru betri forritarar en karlar!
Mér er skapi næst að hætta að líta í fjölmiðla því þeir eru svo yfirfullir af áróðri, hatri og mannskemmandi boðskap.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.