19.3.2023 | 16:26
Enn eitt bankahrunið
Það er alveg ljóst að Credit Suisse er fallið og athyglisvert er að þetta var eftir sömu forskrift og íslensku bankarnir féllu. Þegar allt var komið í óefni þá gaf seðlabankinn út vilyrði um lán, loks var öðrum banka boðið að kaupa með sameiningu sem endaði með að ríkið tók allt yfir.
Í Bandaríkjunum er ekki alveg sama upp á teningnum en samt hlið sem líkist til íslensku bankanna sem féllu. Þar er reynt að lána First bank af öðrum bönkum sem bjargar samt ekki öllu hinum minni bönkunum enda heyrst tölur um 180 bankar muni falla og að það sé vanmat.
Kerfishrunið er vegna lausafjárstöðu þe. of mikið lánað án þess að huga nóg að eigin fé. Í Bandaríkjunum hafa t.d. kreditkortaskuldir og bílalánsskuldir aldrei verið jafn háar. Þetta eru bara neytendur og þá er rétt hægt að ímynda sér hvað gerist ef fyrirtæki hafa farið sömu leið að hækka skuldir upp í rjáfur. Hrun er eina leiðin til að lagfæra þetta.
Líklega munu íslensku bankarnir standa en það mun verða erfiðara að fá lán á næstunni.
Víkjum aðeins að stjórnamálamönnum hér heima sem keppast við að tæma sjóði landsins. Þannig boðaði Bjarni fjármálaráðherra að Landsvirkjun væri mikilvæg tekjulind þjóðarinnar. Með öðrum orðum það ætti að taka út eigið fé fyrirtækisins og nota af ríkisstjórninni. Leið sem til lengdar leiðir ekki til annars en glötunnar. Kristrún Flosadóttir vonastjarna Samfylkingarinnar talar á svipuðum nótum og nefnir t.d. hvalrekaskatt. Hennar lausnir eru skammtímalausnir sem leiða til hruns til lengri tíma litið.
Eftir stendur spurningin hvernig björgum við íslendingum frá þessu?
Yfirtaka aldarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki hægt að bjarga Íslendingum. Við getum bara reynt að bjarga sjálfum okkur. Persónulega, en ekki sem hóp. Hópurinn vill fyrir björg, er óstöðvandi, eins og snjóflóð.
Ásgrímur Hartmannsson, 19.3.2023 kl. 22:44
Ætli það sé ekki rétt hjá þér Ásgrímur. Ekki batna fréttirnar á mánudagsmorgni að seðlabankar evrópu og bandaríkjanna ætla að sameinast um aðgerðir. Líklega er vesturlöndum ekki bjargandi.
Rúnar Már Bragason, 20.3.2023 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.