Umhverfisvænir rafbílar eða umhverfissóðar

Sífellt er jagast á því hversu umhverfisvænir rafbílar séu og láti engar eiturgufur frá sér. Slíkt er auðvitað fjarri öllum sannleika því það er frekar mengandi að framleiða bílana og að farga þeim, þótt minni mengun sé við keyrslu þeirra.

Þannig eru rafhlöðurnar ekki endurnýtanlegar og það sem er verra skv. frétt á Zerohedge þá vilja tryggingarfélög frekar borga út bíl sem lendir í árekstri, sér í lagi ef lítur út fyrir að rafhlaðan hafi orðið fyrir hnjaski, heldur er en að laga þá. Í ljós kemur að það er ekki hægt að gera við rafhlöðurnar og auk þess eru þær innbyggðar í grindina svo verulegur kostnaður fylgir að skipta um.

Það hlýtur að vakna sú spurningin hver er þá ávinningurinn af því að skipta um orku í bílum? Er það fyrir umhverfið eða er það svo fína fólkið fái dýr leikföng.

Öll orkuskipti með rafbílum, vindmyllum og sólarorku er allt gert með skammtímahugsun í huga og lítið gert í að finna leiðir sem virki til lengri tíma. Það er enginn ávinningur í því að setja upp vindmyllur sem eiga að duga í 25 ár. Þetta er skammtímahugsun.

Einn bloggari, Arnar Loftsson, setti inn að rafbílar væru framtíðin með svokölluðum Solid state batteries. Vissulega lausn en er samt all fjarri því að vera leysanleg því líftíminn er svo skammur. Bílinn léttist en neytandinn þarf að borga tíð rafhlöðuskipti þangað til almennileg lausn finnst með þessar rafhlöður. Fréttir um betri árangur þýða ekki að lausnin sé komin.

Ein vangavelta í lokin. Ef bara væru rafbílar á höfuðborgasvæðinu myndi það þýða minna svifryk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband