Óeirðir, mótmæli, verkföll og óánægja í Evrópu

Það er merkilegt hvað heyrist lítið af óánægju í Evrópu. Það eru verkföll í mörgum löndum, mótmæli tíð og stór, og nú óeirðir. Stóru fréttamilðarnir segja varla frá þessu og þeir íslensku sem apa upp eftir þeim segja því líka lítið frá þessu.

Það mætti ætla að allir væru svo ánægðir í Evrópu en raunin er allt önnur. Megn óánægja er sbr. nýr flokkur vinnur kosningasigur í Hollandi en við fáum bara ekki að heyra um það. Fyrir utan það hvað stóru fréttamiðlar segja ekki frá þá er þetta líka pólitískt mál. Það eru margir fjölmiðlamenn og alþingismenn voða veikir fyrir ESB.

Almenningur er samt ekki á sömu línu og það sem sagt er í fjölmiðlum endurspeglar oft illa skoðanir almennings.

Þetta er ekki síður áróður. Í boði hvers er erfitt að segja en WEF er samt oft nefndir. Áróður er ekki bara að tyggja upp sama hlutinn síendurtekið, hann er ekki síður þögn. Að þegja um hluti sem skiptir fólk máli. Þögnin endurspeglar samt ekki vilja fólksins og því tapa þeir sem stunda slíkan áróður.

Tíminn leiðir í ljós hversu langan tíma það tekur.


mbl.is 120 lögreglumenn særst í Frakklandi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband