19.4.2023 | 10:35
Er ekki betra að vera alls ekki með í vindmylluorkuverum
Held það skipti alls kostar engu máli hvort við erum 30, 50 eða 100 árum á eftir í vindmylluorkuverum. Það er engin þörf á þeim því við getum annað orkunotkun á annan hátt. Neytendur þessa lands sem hafa náð niður orkuverði hafa ekkert að gera við pilsfatakapítalilsta sem vilja eyðileyggja náttúru landsins. Ef einhverntímann er þörf á háværum mótmælum þá væri það nú.
Alls staðar þar sem vindmylluorkuver eru sett upp þá hækkar raforkureikningur til neytenda. Hvað hefur Ísland að gera við óörugga orkuframleiðslu þegar við höfum mjög örugga orkuframleiðslu í gegnum vatnsorkuver? Til hvers að gera lífskjör verri á landinu? Hvað með að mæla hina raunverulegu mengun af vindorkuverum? Þjóðarinnar stærsta eign, náttúran, má hún ekki njóta vafans?
Er ekki komið nóg af kommum, eins og Guðlaugi, í Sjálfstæðisflokknum?
Ísland 30 til 50 árum á eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reka bitcoin gzgnaverin úr landi alveg með það sama! Þau nota meiri orku en almenningur í landinu!
Og bara alveg besta mál að byggja vindmyllugarða við uppistöðulónin. Búið að eyðileggja náttúruna þar hvort sem er. Hægt að byggja aðra Kárahnúkavirkjun í vindmyllum í kringum hana. Þessi pólitík að hanga í síðustu hárunum í taglinu á merinni er svo fáránlega að það hálfa væri nóg.
Það er búinn að vera raforkuskortur undanfarin ár og þurft að skammta rafmagn vegna bitcoin vera sem litlu sem engu skila til landsins. En enn standa menn og vola eins og smákrakkar ef talað er um vindorku, en gott mál að drekkha heilu sveitarfélögunum undir miðlunarlónum, sbr nýju virkjunina í Þjóesá . Hvernig er það ekki eyðilegging á náttúrunni og eignum manna?
Arnór Baldvinsson, 19.4.2023 kl. 14:13
Gagnaverin skapa ekki mörg störf en taka mikla orku. Þótt vatnsvirkjun taki pláss í miðlunarlóni þá er það mun minna rask fyrir t.d. dýralíf en vindmyllur. Dæmi um tvær virkjanir sem hætt er að nota en stíflur fá enn að standa er við Elliðavatn og nærri Siglufirði. Þá vill fólk ekki endilega snúa til baka en enginn vill hafa vindmyllur uppi sem hætt er að nota.
Rúnar Már Bragason, 19.4.2023 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.