Ruslamanían

Nú fer að styttast í að fjórir flokkar af tunnum eiga að hellast yfir íbúa höfuðborgasvæðisins. Í dag gengur frekar illa að flokka þar sem t.d. grenndargámar eru uppfullir af rusli sem á ekki heima þar.

Hvernig í fjáranum það er hægt að fá það út að það borgi sig að láta heimilin flokka svona mikið er óskiljanlegt. Fyrir utan himinháan kostnaðinn þá væri miklu nær að hafa þetta sem einfaldast og koma flokkuninni fyrir annarsstaðar. Með meira flækjustigi þá versnar flokkun og spurningin er: Hvað er flokkun versna enn meir en nú er?

Á að fara í eftirlit og sektir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband