30.5.2023 | 16:34
Ofmetin gervigreind
Allar þessar fréttir núna um gervigreind bera með sér að vera settar saman af markaðsdeildum og almannatenglsum. Þegar skoðaðar eru niðurstöður gervigreindar þá er hún ekkert merkilegri en það sem gert hefur verið til fjölda ára.
Samfélagsmiðlar og dreifiveitur, eins og Netflix, hafa til fjölda ára tekið saman það sem notendur skoða og horfa á. Í framhaldinu er síðan sett saman val fyrir notandann. Þetta er dæmi um gervigreind.
Allt sem þetta snýst um er að notað er eitthvað til að afla upplýsinga, það flokkað niður og gefið svar. Hvað eru bottar annað en gervigreind? Bottar þefa t.d. uppi netföng á vefsíðum.
Í mínum huga er þetta bara léleg söluvara, svipað og 4ða iðnbyltingin, því tölvufyrirtæki hafa ekkert nýtt fram að færa og það hefur verið ljóst í nokkur ár. Til að búa til söluvöru þá eru notuð orð sem lítið eru í notkun og þau blásin upp. Gott dæmi um það eru að tala um að taka yfir mannkyn. Vísindaskáldskapur og ekkert annað.
Gervigreind safnar saman úr því sem hún er beðin og gerir ekkert umfram það. Í annan stað þá skortir orku til að úr verði eitthvað svakalegt.
Þessar fréttir segja allt sem segja þarf um fjölmiðla - Rusl!
Óttast að gervigreind geti útrýmt mannkyninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.