Reyndar jákvætt fyrir þorskstofninn

Þessi kuldablettur suður af landinu ætti að vera jákvætt fyrir þorskstofninn. Bæði það að honum líkar kaldari sjór og leitar í ferskvatnsstrauminn sem kemur undan Grænlandsjökli. Til er tilgáta um hvarf þorskstofsins við Nýfundnaland hafi að hluta til stafað vegna minnkunar á ferskvatnsstraumnum frá Grænlandsjökli.

Því miður þá efast ég um að Hafró taki þetta inn í sína útreikninga. Því ekki mega sveiflurnar vera of miklar skv. aflareglu. Þessi "stórkostlega" hugmynd þeirra að sjórinn sé geymslustaður hefur reyndar ekki enn virkað eftir tilraunir með það í hálfa öld.

Tilraunir blaðamanns til að setja þetta inn í hnattræna hlýnun er frekar kjánaleg.


mbl.is Kuldablettur við Ísland setur hlýnun úr skorðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband