Nota svo tímann í betri upplýsingar um vindmyllur

Það er fagnaðarefni að sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ákveði að fresta skipulagi á vindumylluveri (rangnefni að kalla þetta lund). Þeir bera fyrir sig að reglur eru ekki til staðar og skort á skattalögum í kringum þetta.

Mín von er að þeir afli sér betri upplýsinga um vindmyllur í leiðinni. Gullgrafa myndin sem tengist þessu er svo áþriefanleg að leikmaður finnur hana langar leiðir. Þarna ætla einhverjir að græða mikið á kostnað neytenda og skattgreiðenda.

Lenti í könnun um daginn á vegum Félagsvísindastofnuna Háskóla Íslands. Könnun var mjög illa unnin og dró mjög svo veg vindmylla. Byrjað var að spyrja um vatns-, gufu- og vindmylluorkuver. Í lokin komu síðan 8 spuringar um val á milli tveggja kosta um vindmyllur á ákveðnum stöðum. Ég átti að svara þeim þótt ég hafi sagt vera á móti vindmyllum (mátti sleppa að svara). Svona könnun er ekki marktæk enda lagt upp með að ákveðnar upphæðir fáist af rekstri vindmylla en ekkert spurt um aðra innviði s.s. tengingar inn á kerfið. Þessi könnun var stofnuninni til algerar skammar.

Þær upplýsingar sem gott væri að fá um vindmyllur:

1. Hver borgar fyrir að tengja inn á innanlandsnetið þe. hver borgar stækkunina á kerfinu?

2. Hversu mörg störf (utan orkuaukningar) er ætlað að komi fyrir landsmenn?

3. Hvaðan á að sækja orku þegar vindmyllur gefa ekkert af sér en þörf er á orku?

4. Hvernig fer með jarðrask og hver borgar ef þarf að taka niður. Hvernig endurheimtum við landið?

5. Hvað með mengun frá vindmyllum og mengun vegna jarðrasks? Hvað með sjón- og hljóðmengun?

6. Hver borgar að endurnýja vegi sem þarf til að koma þessu á staðinn?

7. Skattaumhverfið, hver borgar með (ef þarf) og hver hagnast?

Þetta eru bara grunnspurningar sem kynnendur vindmylla neita að tjá sig um.


mbl.is Búrfellslundur blásinn af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband