Eru foreldrahús orðin að geymslustað?

Mikil umræða hefur verið um fræðslu Samtakanna 78 um hins veginn fræðslu í leik- og grunnskólum. Afar áberandi er hve ósamrýmdar yfirlýsingar samtakanna er um þessa fræðslu en reynt er að villa sem mest um fyrir fólki.

Nú síðast var send út yfirlýsing sem við lestur hennar fær mann til að leiða hugann að því að foreldrahús séu geymslustaður þar sem aðrir eigi að sjá uppeldi barnanna. Þessi rangsnúningur er með ólíkindum og vel í anda bókarinnar "Brave new world" þar sem kynlíf var leikur og tilfinningar aukaatriði.

Lítill hópur á jaðrinum á að fá að sjá um fræðslu því það sýni fjölbreytileika. Það að vilja klæða sig í föt hins kynsins eða nálgast það að vera hitt kynið er bara lítill hluti af mannkyninu. Fjölbreytileikinn fæst með að fólk finni sína flöt og þori að standa því. Hann byggist upp á karakterum, áhuga og ólíkri nálgun á viðfangsefni lífsins.

Það er ekki fjölbreytileiki að neyða skoðun sína inn á aðra. Vel má vera að hægt sé að hafa áhrif og fólk hoppar á vagninn. Hins vegar er lífsskoðun ekki lífið og hver og einn á að fá að nálgast það út frá sínu sjónarhorni, án áróðurs annarra.

Þannnig er það hlutverk foreldra að ala upp sín börn en það er ekki þeirra hlutverk að segja þeim hvað þau eiga að velja. Slíkt leiðir alltaf til sundrungar og vandræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tengd frétt: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/09/15/lita_hatursordraedu_alvarlegum_augum/

"Við lít­um hat­ursorðræðu al­var­leg­um aug­um og vilj­um að börn okk­ar læri umb­urðarlyndi og sjálfs­efl­ingu."

Þetta er farið að vera eins og ADL fyrir gyðinga.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.9.2023 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband