Hvernig er að taka strætó norður/suður? Borgarlína leysir ekki það vandamál.

Ef tekið er tillit til borga af svipaðri stærð og höfuðborgasvæðið þá eru flestar reknar með strætó sem aðalkerfi. Vandamálagreining hjá Reykjavíkurborg hefur snúist um að auka austur/vestur leiðir, að það lagi alla vankanta af kerfinu.

Þetta er rangt það á miklu meira að hugsa um norður/suður enda teygir höfuðborgasvæðið sig miklu lengra austur en borgalína gerir ráð fyrir.

Tökum sem dæmi að fólk sem býr í Grafarholti og efri hluti Árbæjar gæti verði fljótara á vestur leið með vögnum á 10 mín frest ef farið er í Mjóddina og þaðan tekinn vagn í vestuhlutann. Þessi blinda að allir eigi að fara eftir sömu götu nær auðvitað engri átt og langt frá því að vera gott borgarskipulag. Íbúar Hafnafjarðar gætu líka grætt á því að fara þá leið með strætó frekar en vestanmeginn.

Annað dæmi væri að rampurinn upp af Breiðholtsbraut yfir Sundabraut gæti verið yfirbyggður við hliðina á brúnni. Þannig næðist mun betra flæði á morgnanna. Plús það að loka ljósunum við Knarravog og mislæg gatnamót á næstu ljósum. Þetta væri miklu áhrifaríkara en stokkur um Sæbraut.

Hugmyndafræðilega þarf að hugsa sáttmálann upp á nýtt. Hugsa þetta út frá hvaðan bílarnir koma og hvert þeir eru að fara en ekki öfugt. Sama á við um fólk sem notar strætó.


mbl.is Vill bíða með framkvæmdir upp á 100 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband