1.10.2023 | 10:32
Hverning sjáum við heiminn og okkar nánasta umhverfi
Þekkt er að við sjáum heiminn með mismunandi augum og segja má að það sé einstaklingsbundið hvernig við skynjum umhverfið í kringum okkur. Hins vegar á fólk til að flykkjast um ákveðnar leiðir og þá er vel hægt að efast um einstaklingsbundin skilning á umhverfinu.
Þessi dægrin þá er uppi sú hugmynd að kynin séu fleiri en tvö þótt sá skilningur hafi fylgt mannkyni hingað til. Lífræðin skilgreinir allt líf í tvö kyn þar sem æxlun á sér oftast stað með blöndun kynja (það eru til dæmi um æxlun á blöndun kynja en mjög sjaldgæft). Þessi hópur sem telur að kynin séu hugmynd, sem megi koma til eftir hentugleika, hefur talið fjölda kyna allt að 80. Við lestur slíkrar greinar þá kemur fljótt í ljós að mismunurinn milli skilgreininga er nánast enginn í flestum tilvikum.
Þessi deila minnir mig á deilu úr mannfræði þar sem tveir fræðimenn deila um hvernig ættbálkur kemur fyrir. Þeir voru á svipuðum tíma á staðnum og rannsökuðu sama ættbálk en ekki í sama þorpi samt. Hægt er að sjá heimildamynd á Netflix (The Secrets of tribe) sem kemur inn á þessa deilu. Niðurstaða þeirra var að annar sá þetta sem árásagjarnt fólk sem bar enga virðingu fyrir öðrum ættbálkum. Hinn sá þetta sem elskandi fólk og vildi vera í samskiptum við aðra. Hvor hafði rétt fyrir sér?
Ég held mig við að kynin séu tvö enda er það grunnur að fjölgun lífs. Allt annað eru sérhópar sem vissulega mega stunda það sín á milli en alger óþarfi að blanda þjóðfélögum inn í þann hóp. Ef þetta fólk vill að sín sérviska sé viðurkennd þá verður það að viðurkenna að aðrir hafa sína skoðun á hlutunum. Virðing fæst með að virða aðra án þess að krefjast einhvers til baka. Allt ofbeldi er ólíðandi en er það ekki ofbeldi að krefjast þess að viðurkenna að kynin séu fleiri en tvö?
Við skynjum heiminn á mismunandi hátt en samfélagsmiðlar hafa ýtt undir og ýkt lokaða hópa til að halda þeir séu stærri en þeir eru. Fjölmiðlar bæta ekki þar úr þegar þeir lepja greinar frá hverjum öðrum eða vitna í samfélagsmiðla. Við erum vitni að menningarstríði þar sem litlir hópar telja að heimurinn snúist um þá og það sé leyfilegt að nota hvaða aðferðir sem er til að koma öðrum í sama skilning.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.