Fögur er hlíðin en hvar er raunsæið

Dagur mjög góður með sig og segir: „Við erum í miðju kafi við að ræða upp­færslu á sam­göngusátt­mál­an­um. Þar eru tíma­lín­ur aðeins að fær­ast til, að öll­um lík­ind­um, en Keldna­landið á að skapa tekj­ur fyr­ir sam­göngusátt­mál­ann. Þetta hang­ir sam­an. Eft­ir því sem við fáum borg­ar­lín­una fyrr upp í Ártúns­holt og síðan upp á Keld­ur þeim mun fyrr get­ur hverfið orðið til og farið að skila tekj­um fyr­ir öll hin sam­göngu­verk­efn­in sem eru hluti af pakk­an­um,”

Sem sagt það skal troða ofan í okkur borgalínu hvað sem raular og tautar en er það raunsætt.

Mitt svar er nei og þetta hverfi er langt frá því að vera lykilinn að borgarlínu.

Víkjum aðeins að hugmyndinni sjálfri. Þetta lítur voða fallega út og allt virðist í góðu lagi. Kolefnishlutleysi næst (veit ekki samt ekki hvað það er) og allir voða glaðir að búa þarna og nota borgalínu Dags.

Kolefnishlutleysi næst ekki því öll framleiðslan skapar kolefni, alveg sama hvaða efni er notað. Sé það reiknað út með gróðusetningu trjáa þá kannski næst það kannski á einni öld. Ef þetta á að vera bíllaust hverfi þá á eftir að koma í ljós hvar fólk geymir bílana sína.

Loks er sett upp voða flott mynd við sjóinn en síðast þegar ég vissi þá nær sjórinn rétt upp að landi 2x á sólarhring inn í botni fjarðarins í háflóði. Jafn oft þá fjarar út og enginn sjór þá sjáanlegur. Væri ekki gaman að fá eina slíka mynd?

Raunsæið segir manni að fólk vilji hafa bíl. Ef það á að opna gallerí og litlar sérverslanir við sjávarsíðuna þá vill fólk komast þangað á bíl.

Meðan Dagur er í borgarstjórn þá bíður raunsæið betri tíma!


mbl.is Keldnaland á að skapa tekjur fyrir sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband