1.11.2023 | 08:39
Rafbílavæðing er orkusóun
Þegar skoðað er kostir rafbíla þá er fyrsta sem kemur í hugann útblástur og sparnaður við kaup á eldsneyti. Þetta saman virðist geta toppað eldsneytisbílinn.
Við nánari skoðun þá stenst þetta ekki þar sem rafbílar auka notkun rafmagns, sem þarf að vera til staðar, en ekki stöðugt. Líkt og með heimilin þá rokkar notkun á rafmagni á sólarhring. Með rafbílana þá þurfa sumir að hlaða daglega meðan aðrir geta jafnvel látið hleðslu duga nokkra daga. Þetta er hin mesta orkusóun því rafmagnið þarf alltaf að vera jafn mikið til staðar.
Hleðslustöðvar eru enn verri vettvangur þar sem engin leið er að sjá fyrir notkun þeirra. Hægt er að áætla en auðvitað minnkar það þjónustustig að ekki sé hægt að nota allar þegar að er komið. Með því fer mikil orka í vaskinn, algerlega ónotuð. Í raun versnar dæmið þegar hús eru hituð með rafmagni þá er eina leiðin að auka enn orku inn á svæðið. Þetta þýðir stærri raflínur sem enginn annar en neytandinn borgar. Orkureikningur mun því hækka og jafnvel mikið.
Það er alveg ljóst að eldsneyti verður áfram notað í landi þótt heimilin nýti sér rafbíla að mestu. Við förum ekki í fjallaferðir á rafbíl eða mokum þungum hlössum á rafbíla. Rafbílar eru líka þyngri sem þýðir meira slit á götum. Liður sem skattgreiðendur munu finna vel fyrir enda eldsneyti skattlagt upp í rjáfur án þess að nýta að öllu leyti í vegsamgöngur.
Hvort sé umhverfisvænna er ekki óljóst því líklegra er þetta meiri umhverfissóun, ef ekki umhverfisslys. Rafbíllinn tekur mun meira af jörðinn en eldsneytisbílinn. Við þær aðstæður þarf líka eldsneytisbíla. Raflínur þarf að efla og fjölga sem tekur af umhverfinu. Virkjanir taka líka land og vindmyllu virkjanir taka enn meira land (ásamt enn meiri mengun jarðvegs). Óljóst er líka hver á að borga þessa aukningu því lendi reikningur á neytendum þá hækkar það enn meira raforkureikninginn. Hvað með þá sem ekki eiga bíl, hvers eiga þeir að gjalda?
Raforkuvæðing bílaflotans er mjög vanhugsað dæmi sem mun kosta neytendur og skattgreiðendur mun meira en í dag.
E.S. Munum það að niðurgreiðsla í dag er kostnaður næstu kynslóðar.
Mismunar innflytjendum rafbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.