Umferðadagsverk trúðsins

Blásið er til einsleitrs pólitísks fundar á vegum Reykjavíkurborgar til að reyna hafa áhrif á samgöngusáttmálann. Allt efni fundarins var um almenningssamgöngur út frá sjónarhorni trúðsins þe. ekkert andsvar var leyft. Í raun má tala um hallelújah samkomu. Ekki var minnst á kostnað við verkefnið enda ljóst að þá væri það strax strokað út af borðinu.

Röng uppsetning kerfisins er alveg ljós. Allt miðast við svaka þarfir íbúa svæðisins að fara í vesturhluta Reykjavíkur. Lofað er að hægt verði að ná í 66% íbúa en enginn hefur fyrir því að athuga hvort allur þessi fjöldi hafi áhuga á að fara oft þangað. Líklega er þetta orðið þannig að meirihlutinn hafi afar takmarkaðan áhuga á að fara á þetta svæði oft en getur svo sem gert sér dagamun t.d. 2x á ári. Hver er þá þörfin á þessu risaflippi?

Víst það er verið að endurskoða þetta þá legg ég frekar til að endurskoða hvernig þetta er uppsett og gengið út frá bestu lausn en ekki takmarkaðri lausn eins og gert er núna.


mbl.is Þung umferð í borginni kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband