12.11.2023 | 13:47
Af hverju strætó þegar getur tekið bíl?
Rakst á skoðun á visi.is þar sem Ragnhildur Katla vill upphefja strætó og hvetja aðra til að nota. Gott mál að hún sýni sína skoðun og þess vegna vil ég setja fram mína skoðun þar sem ég þekki vel að nota strætó áður fyrr en kýs einkabílinn í dag.
Fyrst talar hún um að sé auðveldur kostur, umhverfisvænn og ef fleiri nota þá væri hægt að bæta kerfið. Það má setja spurningamerki við allt þetta og í dag er strætó langt því frá að vera einfaldur kostur, fer vissulega eftir því hvar fólk býr. Í sumum hverfum er algerlega óhæft að taka strætó lengri leið, hvað þá að þurfa að skipta um vagn. Þá er verið að tala um ferðir sem taka ca 10-15 mín með bíl taki 45-60 mín með strætó. Núverandi kerfi er ekki að leysa það og borgarlína er enn fjarlægari að leysa það.
Síðan talar hún um ef fleiri skili bílana eftir heima þá ætti strætó greiðari leið og pípandi reiðir einkabílar minna truflandi. Þrátt fyrir að lenda í umferðateppu hef ég sjaldan orðið var við pípandi reiða bíla. Auk þess þá er þessar teppur yfirleitt frekar tímabundnar og auka oft ekki meira en 10 mín ferðalagið á einkabílnum, sem þýðir að ert enn fljótari en að taka strætó.
Þriðja tilfellið fer alveg yfir mörkin. Þar staðhæfir hún, án tilvitnana, að 75% af örplasti koma af bíldekkjum. Síðast þegar ég vissi þá notar strætó dekk þannig að þeir eru mengunarvaldar skv hennar skrifum. Þó virðist hún lítið vita að mest af örplastinu kemur til við Afríku en ekki Evrópu.
Fjórða lagi talar hún um að taka skrefið en virðist engan vegin setja sig í spor annarra, hvernig aðstæður eru hjá þeim t.d. barnafólk, erfið hreyfigeta o.s.frv. Rök hennar að halda sér í betra formi standast ekki ef ég miða við sjálfan mig. Þegar ég notaði strætó var ég í verra formi en þegar nota bíl. Vissulega þarf ekki að sinna viðhaldi bíls eða skafa á veturnar en í strætó þarftu nánast að kafna á veturnar af hita við notkun.
Ég fagna skoðun annarra en bið samt um að setja sig betur í spor annarra og uppsetningu kerfis til að fá raunsærri mynd hvort þetta henti fólki. Ekki síst má spyrja af hverju ungt fólk í framhaldsskóla kýs bíl við fyrsta tækifæri fram yfir strætó.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.