3.12.2023 | 14:55
Einn á móti á Cop28
Jæja það fannst þá einhver á samkomunni sem ekki var tilbúinn að taka undir halelújah kórinn. Tek hattinn ofan fyrir manninum enda býr hann ekki á vesturlöndum og hefur enga hagsmuni að starfi þar.
Hann segir réttilega ef ætlunin er að vera sjálfbær, þe mannkynið, þá er jarðeldsneyti nauðsynlegt. Held það fari nú að heyrast annað hljóð í skrokkinn þegar rafmagnsleysi verður hluti af daglegu lífi. Engar flugferðir langt í burtu til að skemmta sér (í nafni vinnu). Rotnuð matvæli vegna lélegrar kælingar eða illa pakkað inn (bannað að nota plast til að pakka inn sem geymir matvæli betur).
Þessi halelújah kór þarf að vakna til lífsins. Jarðeldsneyti er ekkert á förum þrátt fyrir viljayfirlýsingu. Jarðeldsneyti kemur að flestu í okkar daglega lífi t.d. skóm. Hvernig eigum við að búa almennilega hér norður í heimi ef við fáum ekki almennilega skó? Hvernig ætla íslendingar að halda uppi sínum lífstaðli ef við eigum erfitt með að flytja inn vörur og matvæli? Hvað með lyf eða lækningatæki?
Á sama tíma er í lagi að fara í stríð vegna þess að það er fjárfesting fyrir einhverja. Þá er í lagi að nota allt jarðeldsneyti til að murka lífið úr fólki.
Ef fólk trúir á rafmagnsbíla sem nota meiri olíu í dag en bíll sem keyrður er 100 þúsund kílómetra (auk alls plastsins sem er inni í bílnum) þá er fólk að blekkja sjálft sig. Bílarnir eru þyngri og þar með slíta malbiki meira. Það vill bara svo til að þarf olíu til að leggja malbik nema óskin sé að keyra á malarvegum.
Það mættu (ættu) vera fleir á móti á cop28.
Forseti COP28 sagður afneita hlýnun jarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi Sultan Al Jaber er töffari mánaðarins.
Hann mætir bara á trúarhátíð þessara ofstækismanna, og fremur hina verstu trúvillu beint framaní á.
Ég verð að taka ofan hattinn fyrir honum, því hann er maðuirnn.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.12.2023 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.